Að finna hvítabjörn

Ég ætti að fá að fara með í þessa ferð, ég sé hvítabirni út um allt þessa dagana.  Ég sá t.d. tvo í gær fyrir neðan Múlaveginn Dalvíkurmegin, mér var góðfúslega bent á að þetta væru rollur, síðan sá ég aftur nokkra í ísbirni á sundi í sjónum þá hristi húsbóndinn gáfaða höfuðið sitt og sagði mér að þetta væru freyðandi öldutoppar.  Nú síðar um kvöldið sá ég þrjá uppi á Lágheiði en þegar ég gætti betur þá voru þetta þrjár álftir Blush  einn lá makindalega í laut  í fjallshlíðinni suður og upp af Kleifunum,  ég þeyttist inn og náði í kíkirinn, þetta var snjóskaflCrying    En nú veit ég ráð ég ætla að fá mér næturkíkir, verst að það eru bjartar sumarnætur enn þá þannig að þessir ísbirnir geta flakkað um allt nokkrar vikur í viðbót.   Aftur að næturkíkinum, þannig er að ég á bróðir sem les óskaplega mikið bækur og  rit eins og  Úrval og Lifandi vísindi og allt sem snýst að einhverju svona.  Hann nefnilega hringdi í mig utan af sjó, vissi alveg að hans ástkæra systir er haldin ísbjarnahræðslu á þriðja stigi af fjórum. Og hann benti mér á að hárin á ísbjörnum eru glær og hol til að halda á þeim hita, sjást þar að leiðindum illa á ís, hmmmm veit ekki alveg með íslenska móa.  En sama best er að sjá þá í dimmu með næturkíkir, þannig að nú er ég að skoða síður og leita mér að einu stykki svoleiðis takk.
mbl.is Hvítabjarnaflug í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Ójá elskan mín hann bróðir okkar er mjög fróður, hér fyrir langalöngu var hann að gera mig vitlausari en ég er í dag nú er ég bara geðveik. Hann talaði ekki um annað en hve Danir væru gáfaðir svona lítið land og hvernig þeir sæju sér fyrir raforku.  Alltaf var hann veifandi Úrvali og var að reina að fræða þessa heimsku systir sína, svo talarann bara dönsku eins og sitt móðurmál hefði betur hlustað á hann hér í den þá væri ég ekki svona heimsk. No 





egvania, 22.6.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 30013

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband