Eru allir farnir að njósna um alla ???

Rosalega finnst mér þetta eitthvað allt vera að fara í slúðurberafarveg manna á milli. Þessi sagði þetta og hinn sagði hitt og þessi tók það upp og annar náði mynd á farsímann sinn eða falinni myndavél.  Mér er sama hvert málið er, hvort sem það er heiðarlegt eða óheiðarlegt þá finnst mér það lægsta sem fólk kemst það er að birta opinberlega samtöl eða myndefni þar sem aðilar eru að tala sama og fólk heldur að það sé aðeins þeirra á milli.

Ég er ekki að meta svona fréttaflutning og kjaftagang  hvort sem það er í Kastljósi, Kompás, DV eða öðrum fjölmiðlum.  

Hafið skömm fyrir allir saman mér finnst þetta ljótur leikur.


mbl.is „Stóðum andspænis þessum hroðalegu örlögum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þegar eitthvert land er sokkið eins djúpt í spillingarskítinn eins og Ísland, er kannski bara nauðsynlegt að taka upp og mynda. Hvernig eigum við að hreinsa til ef þetta er alltaf orð á móti orði og enginn tekur ábyrgð?

Villi Asgeirsson, 16.12.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Atli Freyr Friðbjörnsson

Þú verður líka að gera þér grein fyrir því að DV réðst af fullri hörku á blaðamanninn í gær. Upptakan var eina úrræðið sem hann hafði til þess að bjarga sér frá hreinu mannorðsmorði.

Atli Freyr Friðbjörnsson, 16.12.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Æi strákar ég er ekkert að verja einn né neinn, hvað þá blaðurskjóðuna hann Reynir Trausta, en mér finnst bara svo asssskoti ómerkilegar allar þessar mynda og hljóðupptökur í leyni.   Sorry svo man ég ekki einu sinni hvað þessi strákpjakkur heitir sem klagaði í Kastljós.  Úfff ætli mér sé viðbjargandi

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 16.12.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: egvania

Úbb, var ég ekki alveg nýbúin að tala um slúður ?

egvania, 17.12.2008 kl. 20:03

5 Smámynd: Líney

Eins gott að prumpa  og ropa  bara í einrúmi,ella  veit  maður ekki nema  það sé tekið upp og spilað í kompás eða kastljósi knús  og kyssvonandi hefur þú það gott

Líney, 19.12.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband