Til hamingju með afmælið

Það er ástæða til að staldra við og óska afmælisbarninu til hamingju með daginn. Í mínum huga og annarra sem tengjast sjósókn á einhvern hátt þá hafa loftskeytastöðvar spilað stóran þátt í daglegu lífi, þó meira hér áður þegar fjarskipti voru ekki eins almenn og í dag. Það þótti  sjálfsagt að hafa stillt á bátabylgjuna í útvarpinu og man ég að mamma hringdi stundum í stöðina til að fá upplýsingar hvar báturinn hans pabba væri.  Það var ekkert hringt heim, enda ekkert samband og fólk talaði í gegnum stöðina og stundum þurfti að færa skilaboð á milli.

Loftskeytastöðvar hafa bjargað mannslífum með tilkomu sinni og eins og segir í viðtali með fréttinni þá aukast siglingar í kringum landið ef eitthvað er.  Það ber að fagna allri framþróun, en með aukinni tækni þá er ekki þörf á jafnmörgum stöðvum og mannskap og var.  Áður voru 6 loftskeytastöðvar víða um landið og þjónuð hlutverki sínu með mikilli prýði. Þessar stöðvar voru lagðar af með tíma og meiri tækni og var mikil eftirsjá í þeim og ekki síst þeim störfum sem lögðust af á hverjum stað. Ég hef samt velt því fyrir mér hvort þessi stöð hefði ekki verið upplagt verkefni til að starfa úti á landi. Því eins og fram kemur í viðtalinu þá sinnir þessi stöð núna hlutverki hinna sem voru lagðar af á landsbyggðinni og tæknilega hefði hún getað verið hvar sem er á landinu.

En til hamingju með 90 ára afmælið, með þakklæti fyrir góða þjónustu öll þessi ár. 

 


mbl.is Reykjavík Radío 90 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 30106

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband