Sóðapakk

Mikið rosalega verð ég reið þegar ég les fréttir um slóðasóðaháttinn í sprautufíklum.  Grafa sprautur í blómabeð. Ég velti því fyrir mér hvort  tilgangurinn hafi verið að fela sprautuna eða vonast eftir að einhver unglingur í vinnuskólanum myndi stinga sig á henni þegar hann færi að vinna við beðið.  Svo eru þessir aumingja fíklar jafnvel að nota leikskólalóðir til að sinna fíkn sinni og skilja sorann eftir sig á leiksvæðum barna, hvort sem það eru umbúðir og sprautur eða þeirra eigin saur.  Oj ég er brjáluð þegar ég hugsa um svona umgengni og það sem mér finnst umhugsunarvert er hvað fólk líður þetta. 

 Ég nenni ekki að vera aumingjagóð í dag, ég nenni ekki lengur að hlusta á vælið í fólki yfir hvað hinn og þessi fíkill sé veikur, nenni ekki lengur að hlusta á afsakanir því fólk hagi sér svona og vaði yfir börn og unglinga með ruddaskap.  

Ég nenni að hugsa um hvað ég væri reið ef ég væri móðir stúlkunnar í vinnuskólanum sem fann sprauturnar.  Það er orðið umhugsunarvert hvort það er ásættanlegt að láta unglinga hreinsa blómabeð og aðra staði þar sem má búast við að finna sorann eftir fíklana, mér finnst það ekki boðlegt.

Og það er allt í lagi að fólk fari að láta í sér heyra yfir þessu, það er eins og megi ekki ræða þetta nema  tiplandi á tánum til að styggja ekki lýðinn á götum og skúmaskotum borgarinnar.

Hver er sinnar gæfusmiður og líka fíkilinn á götunni.

 

 


mbl.is Sprautur á víðavangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Alveg rétt hjá þér Ásta, það þarf að ræða þessi mál blygðunarlaust. Svakalega er þetta óhuggulegt. Með beztu kveðju.

Bumba, 21.6.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Góðan dag Nonni Fríðu vona að það sé farið að hlýna á svölunum í Amsterdam.  Það er hlýtt hér fyrir sunnan hús, en napurt þegar þú kemur fyrir hornið en það er eins og það er og ekkert nýtt þar á ferð. Þó hangir alltaf einhver slatti af fólki á bryggjunni að veiða og þeim er ekki kalt, eflaust funheitt af eldmóð við að fá í soðið. 

Þetta með sprauturnar og fíklana og ástandið yfirleitt sem orðið er í þjóðfélaginu finnst mér ótrúlegt. Það sleppur engin fjölskylda nánast orðið við að minnst einn ættingi er í einhverju rugli. Ég er södd á þessu og hana nú og er með vöndinn á lofti í dag.

Hafðu það gott í dag.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 21.6.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: egvania

Húrra systir mikið er ég djöfull  reið og segi eins og þú nenni ekki að vera góð í dag.

egvania, 21.6.2008 kl. 18:50

4 Smámynd: Bumba

Sælar systur. Það var alltaf talað um að byrgja brunninn áður barnið dytti ofaní hann, en manni finnst í raun og veru að það ætti nú að byrgja barnið áður en brunnurinn dettur ofaní það. Þetta er óhugnanlegt hvernig eiturlyfin flæða yfir þjóðina í augnablikinu og sjálfsagt búið að gera lengi. Fer nú að trúa því að þessir hlutir séu teknir vettlingatökum af hinu opinbera. Það er mált il komið að taka á þessum vandamálum af kunnáttu, ekki bara á fundum og blaðra og þvaðra endalaust án þess að lítið eða ekkert sé gert. Með beztu kveðju.

Bumba, 22.6.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 30094

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband