26.5.2008 | 12:49
Þetta hafðist.
Þá er ég komin hér hmmmm við systur ættum að geta kraflað okkur saman í gegnum frumskóg bloggsins ef við tökum okkur saman tvær, og það líka þetta ekkert smá gáfaðar.
Sólin skín og veðrið er dásamlegt, það er gaman að vera til í dag. Dæturnar ætluðu að gista úti í garði í tjaldi en komu inn um miðja nótt, alveg að frjósa sögðu þær. Dálítið skondið því það var 10 stiga hiti í nótt og varla verður það mikið heitar á næturnar hér á landi. Pabbi þeirra alveg uppveðraður og er að telja þeim trú um að það þýði ekkert að fara með þær í útilegu í sumar ef þær þola ekki kaldari nætur en þetta, enda húsbóndinn með eindæmum harður af sér og hefur farið í útilegu í 10 feta snjó og hörkugaddi.
Kolur hafði þó vit á að vera ekkert að þvælast í tjaldinu, fékkst engan veginn til að leggjast til svefn þar og hljóp inn alveg rasandi að fólk væri að fara í útilegu í garðinum hjá sér. Hann er svo góður vanur síðan í fyrra sumar að hann fór í reisu í fellihýsinu með afa og ömmu og sló um sig á Hólmavík.
En hvað ætli sumarið verði svona það sem eftir er, eða er þetta stutt gaman skemmtilegt?
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Munur að eiga svona kall. Hann hefur líka sjálfsagt alist upp við þurfa að ganga 10 km í skólann, vaðandi skafla upp að mitti.
SJ (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 13:47
Ég get sko sagt þér það að hann Kolur minn stóð sig með einstakri prýði í útilegunni síðastliðið sumar eins og myndir sanna. Þegiðu Ásta ekkert nöldur ég veit að þær eru ekki komnar inn. Hún Dagný litla frænka okkar er sko búin að láta inn myndir af syninum og hundinum líka.
egvania, 27.5.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.