Og enn er blíða

Fór á morgungöngu, brá auðvitað ekki út af vananum og fór á Kleifarnar en þær eru jörðin sem "Guð bjó fyrst til" eins og allir sannir Kleifamenn vita. Lá í grasinu og hlustaði á ána mína, fuglasöngin og jarmið í litlu lömbunum. Kolur minn slappaði ekki eins vel af, hafði fundið bolta ræfil og vildi ólmur fá mig í leik.  Kom við í Árgerði og opnaði gluggana til að lofta vel út, húsið býður og er fullt tilhlökkunar að vinir þess komi og dvelji þar í Kleifarómaninum í sumar. Ég líka það er svo notalegt þegar einhver er í Árgerði. Ætlaði að hafa kjallarahurðina opna, fann hlerann en gat hvergi fundið netið til að hafa fyrir opinu, svo það verður að bíða betri tíma ekki vil ég fá þrestina til að gera sér hreiður í kjallaranum. Ætlaði líka að taka hlerana frá kjallaragluggunum en fann ekki verkfæri til þess, þannig að á morgun fer ég vopnuð verkfærum og með net til að geta lokið verki mínu.

Eldri dóttirn kom heim úr skólanum með þær fréttir að hún ætti að finna uppskrift af laxi, blessað barnið spurði mig ráða en ég vísaði henni að sjálfsögðu á húsbóndann sem lumar á uppskriftum af öllu og má ekki missa af einum einasta matarþætti í sjónvarpinu. Heyrist á tali þeirra inn úr eldhúsi að málinu sé reddað.

Í dag eru skólaslit tónskólans, ég ætla að baka eitthvað gott til að leggja á hlaðborðið, bakstur er mitt fag á heimilinu Wink og húsbóndinn fær ekki að koma nálægt því, enda kann hann ekkert að baka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nína

Hlakka til að koma í sumar

Nína, 27.5.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Kæra frænka mín, takk fyrir innlitið.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 27.5.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: egvania

Hæ systir flott skrifað hjá þér en það er nú þetta með hann Villa og baksturinn ég man þá tíð að hann bakaði þessa fínu loftkökur.

egvania, 28.5.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband