Séð úr eldhúsglugganum

Því hefur oft verið haldið fram að konur séu veikar fyrir byggingaverkamönnum, ég er einmitt svo heppin að hér út um eldhúsgluggann minn hef ég fyrir augunum nokkra föngulega karlmenn sem eru að reisa hús.Tounge  Verst að þeir eru hálf kulsæknir held ég og eru ekkert að fækka fötunum þótt sumarblíðan leiki hér við bæjarbúa sem aldrei fyrr. En það get ég sagt að ég hef hlerað að nokkrir af þeim hafi verið í kroppaþjálfun hjá henni Lísu og svei mér ef það hefur ekki borið árangur úlalalala

Það er alltaf gaman að hafa góða nágranna, um árabil var hér vélsmiðja á móti og þótti mér oft gaman að kíkja þar inn og spjalla smá við kallana mína þar. Veit ekki hvort ég var farin að tefja þá frá vinnu því einn daginn fluttu þeir starfsemina í annað húsnæði og eftir sat ég hálf vængbrotin. Nú er komin slökkvistöð í vélsmiðjuna mína fyrrum og kemur fyrir að ég sé galvaska slökkviliðsmenn með hjálm og alles þeysast út með slökkvibílana. Þó má segja að til lánsins er lítið að gera hjá þeim í að slökkva eld, en það er samt svo að slökkviliðsmennirnir okkar eru afskaplega uppfinningasamir. Þeir hafa undanfarin ár sérhæft sig í vatnsrennibrautum og náð þar mikilli tækni við að skemmta börnum bæjarins og okkur fullorðnu líka. Heyrst hefur á hornum og kaffistofum að þeir ætli að efna til landsmóts Vatnsrennibrautastuttbolakeppni kvenna.... sel það ekki dýrara en ég keypti það en veit að margur bíður spenntur eftir hvort úr verði.

Þannig að nú hef ég vegavinnukarla, slökkviliðsmenn, byggingaverkamenn, netagerðarmenn, fiskvinnslumenn og radíómeistara sem nágranna, er hægt að biðja um eitthvað meira.Grin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Mikið assskoti ertu alltaf heppin Ásta mín ég verð að láta mér nægja myndbandið góða, þar ríkir frelsið og sparnaður á vinnufötum.

egvania, 28.5.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband