Vegasalt og róla

Það er svo gaman að róla og ekki síður að vega, manstu Grin upp, upp alveg til skýanna og niður, niður ææ ekki gott að pompa á rassinn. Á rólu úti í garði og sest oft í hana og róla mér smá, finna fiðringinn í maganum og ég get enn stokkið úr rólunni, að vísu ekki eins hátt og áður en ég stekk samt. Aldrei gleyma að leika sér, vaða í pollum og hoppa á milli þúfna, fara í parís og tína skeljar og steina.

Ég get líka verið alvarleg, finnst gaman af pólitík og vinn mikið að sveitarstjórnarmálum, ekki alltaf  gaman en samt oftar gaman en hitt. Get alveg talað um ástandið í heiminum, stríð og dráp en kann líka að líta mér nær og huga að þeim sem næst mér standa. Get hrópað upp yfir mig af að sjá fallega skrúðgarða en  ekkert blóm finnst mér fegurra en fyrsti útsprungni fífillin sunnan undir vegg hjá mér á vorin.

Það má líka koma í kaffi hvenær sem er, en ef þú vilt tertu þá er eflaust betra að hringja á undan sér. Eldhúsið heima hjá hverjum um sig er besta kaffihúsið í bænum, hmmmm hvert ætti ég næst að fara í kaffi.Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

He he fortíðin í algleymingi. Gott að heyra sögnina ,,að vega" aftur. Vega salt Vega salt, saltpokinn er ekki heima. he he. Hér á suðvesturhorninu er notað ,,að ramba" um að vega salt og ég bara get ekki vanist því. Viltu koma að RAMBA, ha, hversu asnalega hljómar það í eyrum sannra norðlendinga.

Bylgja Hafþórsdóttir, 3.6.2008 kl. 11:59

2 identicon

Já man þegar ég heyrði þetta "ramba"  gat ekki látið mér detta í  hug hvað það væri. Skrítnir þessir sunnlendingar

Ásta (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband