Allt í plati

Stundum er allt í plati eða þannig, ætla samt ekki að segja að þessi skrif mín í dag séu plat. En ég er í platstuði, get verið óhugnalegur platari  stundum og það sem verra er ef ég gleymi að leiðrétta mig.  Kannski er þetta hluti af prakkaraskap og þegar ég hugsa mig um nánar þá er langt síðan ég hef platað af viti, hmmm er mér að fara aftur.

En í dag er ég með hugann líka við farfuglana mína, ég á frændsystkini á höfuðborgarsvæðinu sem finnst ægilega gaman að komast í sæluna hér fyrir norðan og nú er að líða að því að þau taki sig til flugs og komi hingað norður. Tounge Ég á líka tvo frændur á Akureyri, reyndar ægilegir villingar og ég ræð bara ekkert orðið við þá. Hvernig er þetta á ekki að hlýða þeim sem eldri eru og hvað þá móðursystur sinni?  Kannski ég geri drullumall í ofni og lokki þá á Kleifarnar, karlmenn sko hætta aldrei að hugsa um mat. Mér finnst frændur mínir alltaf vera 12 ára og eigi að hlýða frænku sinni, hvað með það þó þeir séu á þrítugs og fertugsaldri, þeir hafa alltaf sömu matarást á frænku sinni og hún gerir líka bestu pizzur í heimi.  Þegar kemur að mat þá eru karlmenn alltaf sömu litlu drengirnir.

Voða er ég frændrækin í dag það hlýtur að vera af því að það fer að líða að ættarmóti hjá Sæmundarættinni. Það er alltaf svo gaman hjá okkur og ég segi það satt að þetta er skemmtilegasta ætt á landinu.  Það er bara enginn leiðinlegur og enginn grobbinn og enginn snobbaður hehe kannski mis grobbnir ætti ég að segja. Ef einhver af ættingjum les þetta þá er ættarmótið 4-6 júlí og er haldið í Ólafsfirði. Að því sem ég hef komist að þá verður ættarmótið í bænum sjáfum með afnot að tjaldstæði og Tjarnarborg.  Ekki allir af yngri kynslóðinni sem búa hér  hressir með að komast ekki í Miðfjörðinn en svona er þetta núna.  Og sættum okkur bara við það, engin ástæða til að fara í fílu.

Bylgja  ef þú lest þetta þá segir þú þínum börnum frá þessu, annars ert þú alltaf í okkar augum í fjölskyldunni og þannig á það líka að vera.  Hvað með það þó fólk fái sér nýjan maka, það bætist þá bara við í hópinn. Grin alltaf hægt að taka við góðu fólki.

Kveðja í dag frá Bjargfrunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Velkomin í bloggvinahópinn Ásta mín og takk fyrir síðast.

Knus til þín, ykkar

Kristín Gunnarsdóttir, 7.6.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: egvania

Nú er mér allri lokið er hún ekki bara komin með þessar fínu myndir uhu sko hann Villi hefur sko örugglega gert þetta!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  Digital Camera 2 





egvania, 8.6.2008 kl. 21:09

3 identicon

Nei ég setti þessar myndir sjálf og kem bara og spekúlera í þessu hjá þér

Ásta (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband