Bensínhækkanir

Vá hvað ég var óheppin, var bensínlaus og nennti ekki að taka bensín og á meðan ég lá í letikasti þá hækkaði bensínið um 6 krónur. En ekki þíðir að gráta orðin hlut, kannski heppnari næst þegar ég fæ letikast þá lækkar bensíniðHalo það gæti alltaf gerst, eða er það ekki annars?

Hef heyrt á fólki að það ætli ekki í stórkeyrslur í sumar og heyrði í útvarpinu að þeim fer fjölgandi sem nota hjólin eða fara gangandi.  Það þarf líka ekki alltaf að fara í langferð til að njóta frísins, hér í grennd við Fjallabyggð eru margir áhugaverðir staðir og oft leitar fólk langt yfir skammt til að fara í útilegu eða sunnudagsrúnt. Kannski fólk muni í auknu mæli nota tækifærið og skoða heimabyggð sína og nágrenni í sumarfríinu, heimsækja vini og ættingja í næstu bæjum og taka daga til að ganga á fjöll og dali sem hefur alltaf átt að gera en einhvern veginn orðið að víkja fyrir öðru.  Smyrja sér nesti og borða úti í náttúrunni tína ber í sultur og saft og taka slátur í haust....

Þegar fólk byrjar að spara þá fer það fljótt að segja til sín í buddunni, við komum betra lagi á fjármálin og  höldum að  okkur höndum með ýmislegt sem við þurfum ekkert á að halda. En hinir fara að tapa, það dregst saman í þjónustu og verslun og allri  þjóðarveltunni, störfum fækkar og svo framvegis.  En þá eigum við pening og förum að kaupa meira  og allt í einu er allt komið á fullt aftur. En svona er lífið allt fer í hringi og það sem fer upp kemur alltaf niður aftur, og það sem fer niður fer ekki niður endalaust. 

En að öðru, veit einhver um alvöru bakarí á Íslandi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband