11.6.2008 | 17:32
Vantrú
Mér finnst þetta furðulegur húmor og hvað ætli myndi heyrast í félagsskapnum Vantrú ef prestur í fullum skrúða mætti á þeirra samkomur. Þau myndu missa sig er ég viss um, það má nefnilega ekki gera grín af sumu fólki og hvað þá fólki sem notar hvert tækifæri til að gera grín af öðrum.
Og af hverju að hanga í rassinum alltaf á einhverjum trúarhópum ef þú ert trúlaus, mér t.d. er svo nákvæmlega sama hverrar trúar fólk er og dettur ekki í hug að pirra mig hvað þá að eltast við þau hvenær sem tækifæri gefst. Mætti halda að Vantrúarmönnum þeim væri ekki svo sama og langaði að vera með.
Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo sammáka þér.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 17:44
Sammála ætlað ég að segja
Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 17:45
"Mér finnst þetta furðulegur húmor og hvað ætli myndi heyrast í félagsskapnum Vantrú ef prestur í fullum skrúða mætti á þeirra samkomur. Þau myndu missa sig er ég viss um, það má nefnilega ekki gera grín af sumu fólki og hvað þá fólki sem notar hvert tækifæri til að gera grín af öðrum. "
Ertu viss um thad?
"Og af hverju að hanga í rassinum alltaf á einhverjum trúarhópum ef þú ert trúlaus, mér t.d. er svo nákvæmlega sama hverrar trúar fólk er og dettur ekki í hug að pirra mig hvað þá að eltast við þau hvenær sem tækifæri gefst. Mætti halda að Vantrúarmönnum þeim væri ekki svo sama og langaði að vera með"
Snúdu thessu adeins vid hjá thér, af hverju er kirkjan ad hanga í rassinum alltaf á trúlausum eda fólki af odrum trúarbrogdum, svo ad ég taki sem daemi frekjuna og hrokann í theim fyrir tví ad fá ad troda sér inn á leikskóla og grunnskóla.
Ég er ekki vantrúarmedlimur en ég get fullyrt thad ad theim er líka alveg sama hverju thú trúir, thar med er ekki sagt ad their séu ekki andvígir kirkjunni, enda ber henni ad mótmaela.
Annars var thetta bara grín hjá theim, gott grín líka.
Tómas (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 17:56
Skilst nú að þessi frétt sé ekki alveg rétt. Vantrú stóð ekki fyrir þessu.
Ég sá reyndar ekki fréttirnar, heldur bara þessa youtube klippu, og ég lá í krampa af hlátri.
Freyr Bergsteinsson, 11.6.2008 kl. 18:06
Jú kæri Tómas ég er viss um að það yrði þvílík uppákoma ef prestur í fullum skrúða mætti á samkomu hjá Vantrúuðum, þá væri gaman að vera fluga á vegg.
Ég er afskaplega þakklát að kirkjan komi í skólann og leikskólann hjá mínum börnum. Mætti gera miklu meira af því
kv frúin á Bjargi
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 18:44
Segja frá Freyr, veistu meira.
En hugsaðu þér hvað eitt lítið prakkarastrik getur valdið miklu umtali. Er ekki gaman að vera til.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 18:48
Það væri frábært og alveg mergjaðslega fyndið að fá prest í fullum skrúða til að mæta á okkar samkomur! Frábær hugmynd. Þakka þér fyrir Ásta.
Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 19:19
Mergjaðslega hehehe hef aldrei heyrt þetta orð áður spúkí.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 19:28
Það getur vel verið að þú S. sért þakklát fyrir að kirkjan komi í skólann en getur þú ekki skilið að aðrir séu það ekki? Þú getur farið með börnin þín í kirkju en foreldrar sem tilheyra öðrum trúarbrögðum (eða engum) verða að taka börnin sín út úr skólastarfi (sérðu ekkert athugavert við það?) Þú gætir reynt að setja þig í spor annarra og ímyndað þér að íslami eða trúleysingi kæmi í skólann til að innræta börnunum sínar lífsskoðanir. Værir þú sátt við það? Ég minni á að samkvæmt trúarlífskönnun Guðfræðideildar HÍ telja um 40% þjóðarinnar sig kristin.
Daníel (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 19:38
Nei ég sé ekkert athugavert við það og sé heldur ekkert athugavert við að aðrir heimsæki skólana, ef fólk hefur áhuga á að heimsækja börnin þá gerir það eitthvað í því. Trú er aldrei troðið upp á fólk, þú meðtekur, meltir, flokkar og síðan er það þitt eigið sjálf sem tekur ákvörðun. Því ætti ég að taka börnin mín úr skólastarfi ef nágrannar mínir sem eru Íslam trúar kæmu í heimsókn og segðu börnunum frá þeirra siðum eða trú. Mín skoðun er sú að einu sem nenna að gera eitthvað og fara út á meðal barnanna eru kristnir, þú verður að fyrirgefa en svona sé ég þetta.
Til hvers ertu að minna mig á þessa trúarlífskönnun?
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 19:53
Ásta, þetta er bara spurning um að sýna fólki smá umbyrðalyndi í trúarvali. Notum skólana til að fræðast um trúarbrögð en heimilin/kirkjur/musteri/helgistaði til að iðka þá.
Freyr Bergsteinsson, 11.6.2008 kl. 20:46
*þau
Freyr Bergsteinsson, 11.6.2008 kl. 20:48
Haukur ég sem foreldri hef meiri áhrif á börnin mín en einhver sem heimsækir þau í skólann.
Hvernig ætlar þú að bjóða presti upp á öl??? þú ert bara 16
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 20:56
Freyr, má þá ekki sýna mér umburðarlyndi. Voða viðkvæmni er þetta alltaf með trúmál, ég get ekki séð að ef þú kæmir í skóla barna minna með erindi að þú færir að gera þeim eitthvað illt. Nú veit ég ekki rass í bala hvar þú stendur í þeim efnum. Má þess vegna vel vera að þú sért jólasveinn Þá dettur mér það í hug, er það ekki að verða stærsti trúarsöfnuður á Íslandi?
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 21:03
Við sínum ekki barnaníðingum umburðarlindi, afhverju ættir þú að vera undartekning?
Siggi (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:05
Haukur ég gleymdi að spyrja hvað þetta K. þýðir hjá þér.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 21:05
Siggi, þetta er heldur ósmekklegt komment hjá þér, eða ertu að segja að Ásta sé barnaníðingur?
Þetta K hjá Hauki er stytting á "okei".
Vegna þess að helstu rök þjóðkirkjusinna er meðlimafjöldinn.
Skiptir það máli hvar ég stend í trúmálum frekar en það skiptir máli hvar þú stendur í trúmálum? Skiptir máli hvort trúarhópurinn sem við tilheyrum sé minni eða stærri en aðrir hópar? Að bera trú er lífstíll sem hver og einn kýs sér og á ekki að vera kosinn fyrir manni, hvað þá reynt að koma upp á börnum manns sem hafa enn ekki þroskað gagnrýna hugsun.
Ég skil fullkomlega að þér finnist eðlilegt að fá presta í leik- og grunnskóla, enda styður þú málstað þeirra, en þú verður að geta tekið nokkur skref tilbaka til að sjá heildarmyndina. Sýndu öðrum, sem kjósa ekki sömu lífsstíl og þú en hafa samt rétt á sér, virðingu og þér verður sýnd virðing í staðin.
Freyr Bergsteinsson, 11.6.2008 kl. 21:24
Eftir að hafa lesið kommentin aftur hjá þér Ásta þá er ég ekki viss um að þú hafir áttið þig á því að "Vantrú stóð ekki fyrir þessu." í fyrsta kommentinu mínu hafi verið linkur á frekar upplýsingar.
Freyr Bergsteinsson, 11.6.2008 kl. 21:29
Freyr, af hverju ætti ég að sætta mig við að fá ekki presta í leik og grunnskóla vegna þess að þú vilt það ekki? Á ég þá að verá óánægð til að þú getir verið ánægður?
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 21:29
Heyrðu Freyr mikið rétt hjá þér það var linkur í fyrsta kommentinu frá þér og ég er búin að horra á það. En ég er að velta fyrir mér er þetta karl eða kona með grímuna?
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 21:34
Eins og ég segi, þetta er spurning um að sýna smá umbyrðarlyndi. Það er nánast sama hvað er sett þarna í [...], þetta hljómar eins og þér finnist þú hafin yfir öðrum og er ekki góð uppskrift í það að sýna tillitsemi og virðingu.
Jæja, þessi umræða er farin að fara yfir í allt annað en hún átti upphaflega að vera - þetta var gott grín hjá Svarthöfða og tilvalið tækifæri til að fá aðra til að hlæja aðeins að sjálfum sér, sem er eitthvað það heilbrigðasta sem til er.
Freyr Bergsteinsson, 11.6.2008 kl. 22:04
Fáránlegt að tala eins og þú kæra bjargfrú, en takk fyrir að þú telur að kristnir eigi að vaða yfir allt og alla, að það sé þinn réttur að fá prestana þína í grunnskóla...
Skóli er skóli, börn læra þar.. punktur þú sem foreldri getur svo tekið börnin þín eftir skóla og látið þau í hendur presta alveg eins og þú vilt.
Kristnir bera enga virðingu fyrir neinum nema sjálfum sér.. og þú ert enn einn krissinn sem sannar málið
DoctorE (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 22:41
Freyr, eitt að lokum fyrir svefninn. Mér finnst ég ekki hafin yfir aðra, ég er aðeins að skrifa á sömu nótum og þú. Þetta er mitt sjónarhorn og ég ætla að standa á því. Það er alltaf ef ég sem kristin tek þátt í umræðum um þetta málefni þá er ég talin svo hrokafull og montin. Ég skrifa það sem mér finnst og lýður vel með það.
Góða nótt og mundu eftir að fara með bænirnar þínar.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 22:55
Aron Geir, takk fyrir innleggið þitt. Þarna erum við ósammála og hvað gerum við í því?
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 22:58
Þú þarna doctorE, vertu úti að leika.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:00
Ég er í Vantrú, og ég myndi vel fíla það að prestur mætti á hitting með okkur. Það sem væri hægt að rabba við hann, og hvern sem er í rauninni. Finnst ykkur ekki gaman að rökræða?
LegoPanda, 11.6.2008 kl. 23:03
LegoPanda, hefur þinn hópur boðið presti úr þjóðkirkjunni eða forstöðumönnum úr öðrum trúarhópum að koma á hitting hjá ykkur. Mér finnst gaman að rökræða en það er eflaust misjafnt með hvað fólki finnst um það, sumir rökræða aldrei því þeir þola ekki höfnun, alveg sama um hvað það er. En ég er Bjargfruin og hætti aldrei hehe enda rífur Bjargfrúin kjaft til hægri og vinstri, þó aðallega til vinstri, ég hef brynju á bakinu sem ekkert kemst í gegn um og svo á ég rassmöru sem situr um mig.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:10
Vá systir þér tókst svo sannalega að hræra upp í liðinu hef ekki séð annað eins síðan að ég hætti að hræra í þeim á visir.is.
egvania, 12.6.2008 kl. 00:13
Ég veit ekki til þess, því miður. En ég held samt að ef Vantrú myndi hefja einhvern hitting með göngu um miðbæinn, þá myndi félagið ekki kippa sig upp við það þó einhverjir slagist óformlega í hópinn.
Sumir forðast jú rökræður af því að þeir þola ekki höfnun, eða þola ekki að vera illa undirbúin fyrir rökflutning. Aðrir einfaldlega vilja ekki skipta um skoðun á einhverju og forðast því rökræður um það atriði. Svo eru auðvitað þeir sem taka engin rök alvarlega nema sín eigin, en rökræður við þá er varla hægt að kalla rökræður.
Haltu áfram að rífa kjaft, með því sprettur oft upp skemmtileg umræða:)
LegoPanda, 12.6.2008 kl. 00:36
Afsakaðu, Bjargfrú, en ég las ekki athugasemdaþráðinn fyrr en nú.
Það er athyglisvert að þú skulir vera svona örugg í foreldrastarfinu sem mesti áhrifavaldur. Ég held að það séu samt ekki flestir foreldrar þannig.
Mér fyndist það kannski betra ef trúarhópar hefðu jafnan aðgang að skólabörnum, þó best væri ef þau hefðu engan (í skólunum þ.e.). Ef einn hópur á fætur öðrum staðhæfir fyrir börnunum sína trú, fara þau kannski að sjá hvað trúarbrögðin eru mörg keimlík en algjörlega ósamhæf (enda segir hver hópur nánast að aðrir hópar fá ekki eilífa hamingju).
Þetta væri einnig auðmeltanlegra ef meiri áhersla væri á að kenna gagnrýna hugsun í skólum. Við viljum jú að börn taki eigin ákvörðun með afstöðu til trúar, og við verðum að gefa þeim tólin til að geta það.
En trúarinnræting (eins og þegar múslimi segir að Allah sé almáttugur, eða þegar kristinn manneskja segir að allir fæðist syndugir, án þess að rökstyðja það eða gera grein fyrir því að þetta sé bara þeirra skoðun) á ekki heima í skólum, því skólar ganga út á fræðslu, ekki heilaþvott.
LegoPanda, 12.6.2008 kl. 00:56
Ég er alltaf tilbúin að skipta um skoðun, þ.m.t. um hvort trúboð eigi heima í skólum. Hins vegar hafa rökin fyrir því verið frekar veik og rökin gegn því verið frekar sterk. Ekki vera staðföst, vertu skynsöm.
Batnandi mönnum er best að lifa og allt það, ekki satt?
Freyr Bergsteinsson, 12.6.2008 kl. 01:10
Við skulum öll þakka dömunni fyrir að sýna okkur hversu miklir kommar kristnir eru, hversu litla virðingu þeir bera fyrir frelsi, hversu litla virðingu þeir bera fyrir foreldrum og börnum
Annars er daman líkast til bara tröll
DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:43
DoctorE var ég ekki búin að segja þér að vera úti.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 12:14
Kæra held ég hafi of lítin tíma í tövuna, og ég sem var að finna allt þetta frábæra fólk hérna til að tala við.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 12:14
Æ þetta var heldur óheppilega orðað hjá mér þarna í #34. Ég er ekki að ætlast til þess að þú lifir þínu lífi eftir minni hentisemi og það væri sönn kurteisi ef þú gætir svarað í sömu mynt.
Freyr Bergsteinsson, 12.6.2008 kl. 12:23
LegoPanda og Freyr mér finnst einfaldlega allt í lagi að það fari að heyrast líka raddir þeirra sem vilja þessa kennslu í skólum. Og ef engin vill vera með mér þá stend ég ein í því og það er líka allt í lagi.
En hvað finnst ykkur þá um kennara sem eru þekktir meðlimir í einhverjum trúarhópum, eruð þið ekkert hrædd þá um að það hafi áhrif á börnin.
Legopanda af hverju finnst þér athyglisvert að ég sé svona viss um hlutverk mitt sem foreldri, finnst þér Þú ekki gott foreldri? fannst þér foreldrar þínir ekki hafa áhrif á þig?. Ég lofa börnum mínum að velja en ég upplýsi þau, t.d. gleypa þau ekki við auglýsingum sem herja á börn úr öllum áttum.
Börnin mín hafa fræðst mikið um goðafræði í sínum skóla og sé ég ekkert athugavert við það, upplýsti sjálfa mig í leiðinni um margt sem ég vissi ekki eða var búin að gleyma. Trúmál eru svo stór partur að menningu hvers lands að mér persónulega finnst það sjálfsagt að það sé í skólum líka.
Annars Legopanda er víða boðið upp á Biblíulestur og það er ansi fróðlegt og mörg sjónarhorn sem koma þar fram. Það eru ekki allir sammála um allt og ég deili ekki um lit eða áhrif.
Úfffff verst ef fólk hefur fengið þá flugu í höfuðið að ég sé kommúnisti af því að ég ríf kjaft til vinstri heheheehe mér finnst bara alltaf að ég þurfi að vera að rífa kjaft við fólk á vinstrivængnum.
Bless í bili matartíminn búin.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 12:29
Ég er farin að halda að Freyr sjái mig sem mesta skass
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 12:32
Nei, alls ekki, mér finnst mjög áhugavert að sjá þína hlið á málinu og geri mitt besta til að setja mig í þín fótspor til að auka skilning, sem vill oft verða á skornum skammti í svona umræðum.
Annars ertu enn og aftur að rugla sama trúfræðslu (sem enginn er á móti) og trúboði í skólum (sem ansi margir eru á móti).
Freyr Bergsteinsson, 12.6.2008 kl. 13:28
Jón Frímann, Það er sko enginn að troða neinu upp á þig
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 16:44
Nei Freyr ég er ekki að rugla neitt. Er reyndar farin að velta fyrir mér hvort þú hafir einhverja hugmynd um hvernig kristinfræði fer fram í skólum.
Ég hef aldrei orðið vör við trúboð í skólum, hvorki þegar ég var í skóla eða í kennslu hjá börnunum mínum. Man eftir trúboði í sumarbúðum, sunnudagaskóla og þegar maður sóttist í föndur hjá ákveðnu trúfélagi sem var um tíma starfrækt hér í bænum.
Held að það sért þú sem ert að rugla....
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 16:51
Jón Frímann þú átt ekki að vera að koma með það hér inn sem þú heyrir fullorðna fólkið tala um heima hjá þér.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 16:55
Ekki gleyma hinu sannkristnu Votta Jehóva sem ganga dyra á milli og selja trú eins og íþróttafélög selja klósettpappír. Frekar uppáþrengjandi að mínu mati.
Freyr Bergsteinsson, 12.6.2008 kl. 16:56
Trúboð eru iðkuð í leikskólum og grunnskólum. Kynntu þér vinaleið kirkjunnar.
Freyr Bergsteinsson, 12.6.2008 kl. 16:58
Jón Frímann það sem þú eða þeir sem þú hlustar á segja er rangt, ég veit að börn eru ekki skráð í trúfélög eftir móður og faðirinn hafi ekkert um það að segja. Ég hef persónulega reynslu og þú þarft ekki að bera svona bull á borð fyrir mig.
Þér í líka í sjálfvali sett hvort þú borgar til þjóðkirkju, háskóla eða annars trúfélags, eitt blað á hagstofunni eða sýslumanni og þú ert kominn út úr þessu.
Fjölmiðlar eru frjálsir og ráða hvað þeir birta, þetta er þeirra val og enginn sem pressar á fjölmiðla um neitt svona. En ég skal segja þér það að það eru margir sem óska eftir að hlusta á t.d. messu á rás eitt á sunnudagsmorgnum og má ekki koma á móts við það fólk sem leitast eftir því. Er líka 100% viss um að þú hlustar aldrei á Rás eitt og hvað ertu þá að nöldra.
Viltu brenna allar kirkjur af því að þær henta þér ekki? Því er ég réttdræp í þínum augum af því að ég er kristin.
Þú ert fordómafullur strákur sem nöldrar út af öllu og hana nú.......
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 17:02
Freyr hvernig getur þú látið Votta fara í taugarnar á þér, þú segir bara nei takk og málið er dautt. Ég veit ekki hvaða leikskóla þú þekkir en það er ég viss um að þú hefur aldrei skoðað námsefni eða það sem þar fer fram.
Ertu jafn mikið að missa þig yfir klósettpappírssölu íþróttafélaga?
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 17:05
Þegar ég var 12 ára var ég einn heima einn daginn og bankað var á dyr. Það voru tveir vel klæddir menn, sem, um leið og þeir uppgötvuðu að foreldrar mínir voru ekki heima, stigu inn fyrir óumbeðnir og usu upplýsingar um sinn líffstil yfir mig, fullir sannfæringakrafti. Ég bað þá vinsamlega um að koma sér í burtu, ég þekkti þá ekki og vissi ekkert um hvað þeir voru að tala, en allt kom fyrir ekki. Um hálftíma seinna var ég orðinn svo ringlaður af tali þeirra að ég var hættur að geta komið skýru orði út úr mér. Þeir náðu að selja mér einhvern bréfsnepil áður en þeir fóru.
Þeir fóru létt með að valta yfir mínar skoðanir, þrátt fyrir að ég væri að nálgast unglingsaldurinn. Ímyndaðu þér hvernig þetta er hjá þeim að komast í yngra fólk óafskipt. Það er ekkert svo einfalt að segja bara nei takk og á meðan fólk hefur skotleyfi til að koma sínar trúarskoðunum yfir á börn (ég á 3 börn, og þau fengu öll sinn skammt af prestaheimsóknum í leikskóla) þá er málið aldrei dautt.
Þetta er yfirgangur og hann á sér stað, hvort sem þú sérð það eða ekki.
Freyr Bergsteinsson, 12.6.2008 kl. 17:23
Freyr, þarna kom það hvað er að angra þig. Mér þykir leitt að þú hafir orðið fyrir þessari hræðilegu reynslu af hendi þessarra mann sem komu til þín í nafni Votta.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 17:32
Þetta er bara eitt af mörgu sem er að angra mig hvernig komið er fram við fólk sem vill fá að vera í friði með sín trúmál. Þetta er ekkert einsdæmi og tilgangurinn með þessari frásögn var að gefa þér skýrt tækifæri til að setja þig í fótspor þess sem var misboðið.
Freyr Bergsteinsson, 12.6.2008 kl. 18:03
Freyr þér var misboðið og það var rangt, því miður er til svona fólk eins og þessir menn sem þú sagðir mér söguna af, hvort sem það er í hópi trúar, stjórnmálaflokks, kennara, bakara eða hvar sem er. En þú mátt ekki dæma tugþúsunda Íslenskra ríkisborgara eftir jafn óforskammaðri framkomu og þessir menn sýndu þér.
Það er þjóðkirkja hérna og meðan hún er þá er kennd kristinfræði í skólum. Eflaust fer það svo að ríki og kirkja verða aðskilin en ég geri ráð fyrir að áður fari fram þjóðar atkvæðagreiðsla. Af skrifum þínum að dæma sé ég að þú ert næstum eins gáfaður og ég og sættir þig við niðurstöðuna.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 18:22
Rétt hjá þér, öfgafólk er til í mörgum hópum. Munurinn á þjóðkirkjunni og hina hópana sem þú nefnir er að til eru lög til að gera þeim auðveldara fyrir. Nú er sjálfstæðisflokkurinn stærsti stjórnmálaflokkurinn á landinu - notandi sömu rök og með kirkjuna, finnst þér að það sé í lagi að börn meðlima hans að vera skráðir sjálfkrafa í hann, að stjórnmálamenn fá að koma í skóla og fá börn á sitt band þar? Mundi þér finnast í lagi að allir landsmenn borgi ríkisrekna sjónvarpinu fyrir að sýna bara frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins en ekki hina stjórnmálaflokkana? Hljómar þetta ekki frekar ósanngjarnt?
Stjórnmálaflokkarnir eru þó skárri, því allt sem þeir gera er hægt að rekja á góðan máta, á meðan að kirkjan höndlar með yfirnáttúru sem er hvorki hægt að sanna né afsanna.
Freyr Bergsteinsson, 12.6.2008 kl. 18:44
Jón Frímann, síður en svo að ég sé fúl, engin ástæða til þess en ég svara ef ég vil. Takk fyrir að hafa vandað orðaval þitt betur við mig í síðasta innleggi þínu.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 21:29
Freyr hehe þar sem ég er flokksbundin Sjálfstæðismanneskja þá finnst mér að sjálfsögðu að það ættu allir aðrir að vera það líka.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 21:31
S Ásta því í fjandanum sendir þú ekki bara þína krakka í sunnudagaskóla ef þú ert svona óð í að láta presta handleika börnin þín? Væri þér sama þó að næst myndu VG koma í grunnskólana með sinna kommaskap og síðan í kjölfarið kæmu Sjálfstæðismenn með sinn hægri fasisma og svo koll af kolli þangað til börnin vissu ekkert í sinn haus? Ég í það minsta vill að börnin mín fái frið fyrir öllum áróðri bæði trúfélagum og pólitískum ef út í það væri farið. Eina sem ég bið um er að þið trúuðu látið börnin mín í friði!!!
Valsól (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:46
http://www.althingi.is/lagasofn/135a/1999108.html#G8
Zaraþústra, 13.6.2008 kl. 00:15
Haukur vertu ekki að rengja mig því ég sagði að ég hefði persónulega reynslu af því hvar börn eru skráð og það er ekki eingöngu réttur móður sem ræður þar.
Hvað veist þú um hvað ríkið borgar aukalega til rekstur þjóðkirkjunnar, er þetta ekki staðreynd sem þú ert ekki alveg með á hreinu. Ég veit að sveitarfélög rukka ekki fasteignagjöld af kirkjum en það gera þau ekki heldur af öðrum félagsheimilum trúfélaga.
Hver er að pressa á hvern, það má óska eftir þjónustu og spurning hvort hún er veitt en þú skalt ekki tala um pressu.
Sammála með afnotagjöld ríkisútvarps en það er margt efni í ríkisútavarpinu sem ég hlusta á og einnig á rás eitt.
Hehe allt í einu ert þú farin að verja aðskilnað ríkis og kirkju vegna þess að það er fjárhagslega óheppilegt.
Það er líka bara að nenna að gera eitthvað í málunum, ekki bara sitja og fara með fagurgala eða bull út í gegn. Það er miklu auðveldar að tala en framkvæma. Því kemst þú seinna að. En þú ert ungur maður með skoðanir og því ber að fagna nennu þinni í að taka þátt í umræðum og vona að þú haldir því sem lengst.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 13.6.2008 kl. 09:22
Zaraþústra, þarf ég að skrifa það einu sinni enn hér inni að ég hef presónulega reynslu af því hvar börn eru skráð. Ertu að rengja mig??
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 13.6.2008 kl. 09:24
AArrrggg Valsól ég spring úr hlátri. Þú ert örugglega ein af þessum sem planta börnunum þínum fyrir framan tölvur og sjónvarp og hefur ekki hugmynd hvað er verið að mata þau á þar.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 13.6.2008 kl. 09:27
Ásta, þessi "persónulega reynsla" þín hefur auðvitað minna vægi heldur en tilvitnun í lögin sjálf. Við fæðingu fer barnið sjálfkrafa í trúfélag móður og móðirin getur komið í veg fyrir að það breytist amk fram til 12 ára aldurs.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.6.2008 kl. 12:09
Nú ég hlýt þá að hafa fenig sérmeðferð
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 13.6.2008 kl. 23:01
Alltaf eru vantrúar menn að hnupla frá öðrum trúarbrögðum. Vita þeir ekki að Svarthöfði er persóna úr The Star War Cult . Þeir verða greinilega að leita annað til að finna ónotaðar mítur. En það mega þeir eiga að trú þeirra er einlæg. Eini gallinn er að þeir eru of mikið fyrir rökræna hluti. Það er eins og þeir haldi að líkaminn sé bara farartæki fyrir höfuðið. Reyndar soldið svipað og Svarthöfði gerir. Hann hefði passar svo vel fyrir þess nýju trú. Vesen að hann er frátekinn :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.6.2008 kl. 23:23
Ég er bara að vísa í landslög, ég veit ekki hvort ég er að rengja þig eða ekki því ég skil ekki alveg þessa setningu:
Í lögum um skráð trúfélög stendur meðal annars:
Þetta virðist allavega stangast á, en eins og ég segi þá skil ég ekki alveg hvað þú ert að segja. Hins vegar er það rétt að faðirinn hefur eitthvað um það að segja ef hann er forsjármaður þess, það er því full frjálslega túlkað hjá Jóni Frímanni að segja að faðirinn hafi ekkert um málið að segja.
Ég vildi aðein skýra þennan þátt umræðunar, ég vil meina að ég sé að leiðrétta frekar en að rengja nokkurn.
Zaraþústra, 13.6.2008 kl. 23:47
Sæl Ásta litla, haltu áfram að gefa þeim gúmorinn þessum drengjum, láttu ekki deigan síga. Þetta eru anarkistar út í fingurgóma og eiga bágt. Með beztu kveðju.
Bumba, 14.6.2008 kl. 15:43
Jurgen: Lesser evil is still evil.
Vægari mannréttindabrot eru samt mannréttindabrot... blah
DoctorE (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 18:00
Jurgen þetta er ekki prik fyrir kristni, það sem raunverulega gerðist á vesturlöndum var að kristni var þvinguð í mannlegt siðgæði og lög eftir árhundruð af ógnum, morðum og pyntingum kirkjunnar... give credit where due.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 20:20
ÆÆ Zaraþústra þú skylur mig ekki. En heyrðu flissss það er svona að vera að hlaupa í tölvuna milli verka, en hef greinilega misskilið einhvern herfilega og biðst afsökunar. Ég fékk þá flugu í höfuðið að einhver væri að halda því fram að allir nýfæddir einstaklingar skráðust sjálfkrafa í þjóðkirkjuna. Þetta með presónulega reynslu af skráningu fer ekki út í nánar hér.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:41
BUMBA elsku karlinn minn, alltaf má treysta að fá stuðning af söngloftinu. Besti staður í heimi að slaka á er Ólafsfjarðarkirkja og Nonni Fríðu að syngja fallegan sálm á loftinu.
Í kvöld er svo fagurt þótt gjóli aðeins utan af sjó, lágskýjað en fuglasöngur í mó og við tjörnum. Veistu að það er svanahreiður suður og neðan við Hornbrekku, rétt við rörahliðið og það fylgjast allir með.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:47
Litla djásnið mitt. En frábært að heyra þetta með svanina. Það verður gaman að fyrlgjast með þeim þegar ég kem heim, verð kominn norður líklega í kringum þann 12 júlí. Ertu þá í firðinum? Og Ásgerður líka? Vonandi. Ég er hérna skjálfandi á beinunum í Amsterda, það er búið að vera svo heitt, en snöggkólnaði svo, að það er spáð frosti niður við jörð víða inni í landi núna í nótt. Allt er nú til. Hlakka til að sjá ykkur elskan. Góða nótt. Með beztu kveðju.
Bumba, 15.6.2008 kl. 22:55
Jurgen, takk fyrir skrifin þín. Ég er flestu sammála nema að ég efast ekki, margur telur það ókost því það er gott að efast. Ég segi að ef ég efaðist þá gæti ég alveg eins staðið út á tröppum og kallað út í myrkrið og það myndi enginn svara mér því ég ætti ekki von á svari.
En ætli Íslenskir Vantrúar séu skræfur!!!!! hehehe varð að skrifa þetta.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:56
Já Nonni minn, við systur erum komnar heim frá útlöndum og höfum spókað okkur í veðurblíðunni hér norðanlands undan farnar vikur, vorum á Laugum um helgina og það var dýrlegt.
Spáð frosti í Amsterdam, hvað er í gangi. Takk fyrir kveðjuna og góða nótt sömuleiðis
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:58
DoktorE er eins og breima köttur í kringum bloggið mitt, svei mér þá.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:00
Svanur Gísli Þorkelsson, ég hló þegar ég las það sem þú skrifaðir, eflaust satt hjá þér að þeir finna ekkert upp sjálfir. Hafa ekki einu sinni komið heilstæðri stefnu á blað, örugglega enn að leita að hausnum.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:03
Nei elskan ekki í Amsterdam, heldur inn til landsins, til heiðanna. Varð alveg hissa. Það er ekki nema fjögurra stiga hiti núna úti á svölum hjá mér, enda er klukkan að verða hálfftvö. Með beztu kveðju.
Bumba, 15.6.2008 kl. 23:29
Nonni ég var að koma inn, skrapp smá á Kleifarnar í göngutúr með hann Kol minn. Mælirinn í Sólheimum sýndi 9.5 stig það er samt gjóla og ekkert hlýtt þannig. Komdu bara heim hið snarasta.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 16.6.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.