16.6.2008 | 17:39
Ísbjörn
Ég er haldin alveg skelfilegri hræðslu við ísbirni, þetta er held ég næstum það eina sem ég hef ekki komist yfir og kannski rétti tíminn að fara að huga að þessu núna. Ég hef komist yfir sjúklega hræðslu við hrossaflugur, kóngulær, jarðýtur, ryksugur, grjótmulningsvélar og þá þarf endilega að ganga á land ísbjörn og nokkrum dögum seinna sést til annars.
Ég man alveg eftir fullum firði af ís nokkrum sinnum hér í Ólafsfirði. Man t.d. eftir þegar fjörðinn lagði og Ólafur Bekkur sat fastur í ísnum og áhöfnin fór út á ísinn og kom í land á Kleifum. Man oft eftir ísjökum í fjörunni og ætli það hafi ekki verið síðast kringum 1979 sem hafís kom hér og lokaði höfninni. Og alltaf beið ég eftir ísbirni dauðhrædd og horfði í allar áttir ef ég fór út. En til lánsins spásseraði aldrei neinn ísbjörn í Ólafsfirði sem ég man eftir. Þeir fengu ísbjörn á Arnari eitt sinni og prýðir hann núna Náttúrugripasafnið og vekur mikla athygli. Sá lenti reyndar eftirminnilega í umsátri "leyniskyttu" löngu seinna, en það er allt önnur saga.
Langar til að láta fylgja hér með skemmtilega ísbjarnasögu.
Um bjarndýrið á Lágheiði
Á Lágheiði er hæð sem Dýrhóll heitir. Hann dregur nafn sitt af því að þar lá einu sinni bjarndýr eitt mikið. Einhverju sinni var það meðan dýrið lá við hólinn gekk maður einn yfir heiðina. Hann hafði atgeirsstaf í hendi. Þegar dýrið varð mannsins vart , stóð það upp og hristi sig en sýndi enga tilburði til frekari afskipta af honum. Hélt maðurinn för sinni áfram inn í Heiðarhöll, en þar mætti hann ferðamanni, sem var á leið norður. Maðurinn sem að utan kom varaði Fljótamanninn við bjarndýrinu og lánaði honum atgeirsstaf sinn, síðan hélt hvor sína leið. Þegar Fljótamaðurinn kom út að Dýrhól stóð bjarndýrið upp. Það gaf sig ekki að honum en tók á rás inn heiðina og linnti ekki fyrr en það náði manni þeim frá Ólafsfirði sem inn yfir gekk, skammt framan við Þrasastaði og drap hann þar
Vill nefna björninn Ófeig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get svo svarið það ha, ég sagði stelpunum það í gær að maðurinn hefði skotið ísbjörninn. Nú er ég sko stödd í slæmu máli
egvania, 17.6.2008 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.