25.6.2008 | 18:21
Fallegu Kleifarnar mínar
Ég var að koma heim eftir heimsókn á Kleifarnar með hundana. Það er að færast líf í húsin sem staðið hafa auð þar sem enginn hefur þar fasta búsetu lengur. Því er ekki að neita að það er örlar á viðkvæmni að hafa fylgst með að síðasti vetur var sá hljóðasti á Kleifum í mörg ár. Af vana fór ég þangað nær daglega eða eins oft og fært var því hvergi er betra að hlaða sig orku en á þessum ljúfa stað sem getur sagt okkur ótal sögur og geymir minningar um fólk sem var sjálfstætt og sjálfum sér nóg í flestu.
Ég sat fyrir sunnan Árgerði heyrði lóuna syngja og í fjarska mannamál og leik barna sem voru komin á svæðið. Kolur og Valli hlupu um í eltingaleik og liggja núna uppgefnir eftir góða stund. Ég gleymdi stund og stað, vissi ekki hvað tíminn leið var bara í Kleifaheimi sem við aðeins þekkjum sem höfum upplifað það og reynt. Það er eins og sálin verði önnur og ekkert er annað til í heiminum nema þessi staður og ekkert truflar mann.
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Ásta mín já það væri gott ef það væri svona stutt fyrir alla að skreppa á Kleifarnar ég mundi allavega fara þangað nokkrum sinnum í viku því hvergi er meiri ró og friður heldur en þar bið að heilsa öllum Kveðja Dagný
Nína, 25.6.2008 kl. 19:19
Elsku Ásta mín. Það er orðið langt síðan að ég hef heimsótt einhvern fyrir utan Kleifar. Skrýtið að enginn skuli búa þar lengur. Allt breytist, en samt munu Klifarnar byggjast aftur, sannaðu til. Kannski ekki að sinni, en sagan endur tekur sig alltaf á einhvern hátt. Er búið að skrá sögu þeirra sem byggt hafa Kleifarnar frá upphafi?. hlakka til að skreppa út fyrir Kleifar í sumar. Með beztu kveðju.
Bumba, 26.6.2008 kl. 17:57
Sæll Nonni, það er búið að skrá sögu Kleifa, kom út fyrir nokkrum árum. Getur nálgast bókin hér fyrir norðan þegar þú kemur. Bókin heitir Byggðin á Kleifum, Friðrik G. Olgeirsson var handritshöfundur.
kveðja Ásta
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 26.6.2008 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.