26.6.2008 | 17:50
Já var það ekki.
Spauglegt að þessi lækkun kemur einmitt í kjölfarið á tölvupósti sem gengur eins og eldur í sinu manna á milli þessa dagana. Í tölvupóstinum er því velt upp að viðskiptavinir eldsneytis beini viðskiptum sínum frá tveim stærstu olíufélögunum hér á landi og þannig komist á verðstríð sem leiðir til lækkandi olíuverðs.
Ég held að þessi lækkun hvetji neytendur í baráttunni og fólk velti þessum möguleika fyrir sér. Ég aftur á móti þarf ekkert að keyra neinn krók til að sniðganga tvö stærstu olíufélögin þegar ég fylli á tankinn, hér er aðeins einn aðili sem selur bensín og það er Olís.
Það sem mér finnst líka helvíti fúlt í öllum þessum hækkunum, er KEA kortið, man ekki hvenær það kom út, en þá var okkur félagsmönnum boðið tveggja krónu lækkun af lítra af bensíni í sjálfsölu hjá Olís og þótti nokkuð gott. Það var fínt og hef ég notað þetta kort síðan og beint viðskiptum mínum til Olís. Nú finnst mér þessi tveggja krónu lækkun orðin heldur aum og mál til að KEA stjórnendur og Olís ráðendur setjist niður og endurskoði þennan afslátt í ljósi hækkandi eldsneytisverðs.
Verð á eldsneyti lækkar um 2 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.