Ég fór í útilegu

Við fórum heim að Hólum eins og sagt er, þar er frábært að koma og sannkölluð paradís fyrir unga jafnt sem aldna. Fengum yndislegt veður, tjölduðum í skóginum, skoðum okkur um og áttum bænastund í kirkjunni með víglsubiskup og öðru góðu fólki sem sótti þessa stund.

Margt hefur maður lesið um Hóla í gegnum tíðina og einhvern veginn hefur það alltaf loðað við að þarna sé eitthvað ægilega draugalegt Halo hehe ekki gat ég fundið það, en það er gaman að lesa gamlar bækur um Hóla og námsár manna þar, þó helst hér áður fyrr að sjálfsögðu. Sú sem skrifaði Ísfólkið sagði í viðtali að hún hefði fundið eitthvað draugalegt þarna og gott ef hún var ekki með eitthvað galdraprik með sér sem svignaði upp og niður eftir krafti þeim sem hún fann í jörðinni.  Ælti hún hafi ekki  lennt á heitavatnsæð eða klóaki.

Kirkjan á Hólum er einstaklega falleg, gömul sveitakirkja sem vissulega hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma þegar hún var byggð og einna helst að maður spái í hvað stórvirki menn unnu hér áður við byggingar með nánast ekkert nema berar hendurnar. Ekki var stórvirkum vinnuvélum fyrir að fara á þessum tíma. Eitthvað er verið að róta í jörðinni þarna í kring og reyna að finna eitthvað merkilegt, ég verð að viðurkenna að ég hef engan áhuga á uppgreftri. En þau virtust kunna vel við sig í moldinni unga fólkið sem er komið langt að til að vinna í sjálfboðavinnu við uppgröft á Íslandi.

Eitt vakti þó furðu mína, það er að í upplýsingamiðstöðinni þarftu að tala ensku því þjónustufulltrúarnir töluðu ekki Íslensku. Það þykir mér leitt vegna þess að Hólar eru einn af okkar sögufrægustu stöðum á landinu og mótuðu að vissu leiti byggð og menningu á norðanverðu landinu.Þarna er merk saga sem er áhugaverð að fræðast um og eru Hólar  sannarlega að byggja sig upp sem ferðamannastaður og ætti að sjálfsögðu að einblína á Íslendinga jafnt sem erlenda ferðamenn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 30208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband