Jón er kominn heim

Fór í Kaupfélgið í gær og var þar með þvílíkan brussugang, setti búðina næstum á hvolf.  Ég kalla þetta alltaf Kaupfélagið, þetta heitir víst Samkaup/ Úrval eða eitthvað álíka hallærislegt.  Og haldið að ég hafi ekki hitt hann Nonna Fríðu, þessi elska kominn heim.  Það er svo skrítið að sumir hafa svo mikla útgeislun og sterkan persónuleika að það lifnar allt í kringum þá, blóm með hangandi haus reisa sig við og tala nú ekki um okkur kellingarnar sem hálfgert missum okkur í talandanum. Tounge   Skil samt ekki hvað er alltaf verið að tala um talanda í konum, hef ekki heyrt betur  en karlmenn geti nú talað líka. 

En Jón er sem sagt kominn heim og svo er um fleiri góða farfugla, maður er umvafin endurfundum og kærleika brottfluttra vina sem leita heim á þessum árstíma. Hlátur ómar úr hverju eldhúsi. Það ertu steiktar kleinur og soðibrauð, siginn fiskur mallar í potti í hádeginu, grillað lamb á kvöldin, dorgað á bryggjunni, og allar dyr standa opnar hverjum sem vill. 

Og ég hugsa........

Það er hraði á öllum, mér finnst margur hafa gleymt að lifa, fórnað lífinu í eitthvað sem skiptir engu máli. Það er auðvelt að glepja fólk til að festast í munstri sem það heldur að það hafi valið sjálft.  Hver stjórnar hverjum, hver læðir inn fréttum og umræðum sem óaðvitandi síast inn hjá fólki.  Hver er tilgangurinn með þessu lífi annar en að njóta þess að vera saman, njóta samverunnar við hvort annað og barna okkar. Vera til, hlæja, gantast,  vera saman og lifa daginn í dag því hann er okkar.

Einn fíflagangurinn......

Ég ætla að byrja að taka til hjá mér og byrja á tryggingum, hef komist að raun um að þar hefur landinn verið hafður að fíflum út í eitt af fégráðugum tryggingafyrirtækjum.  Síðan bæta þeir inn í tryggingar hjá manni hinu og þessu og maður fær sent bréf um þetta og að sjálfsögðu hækkar tryggingin um einhverja þúsundkalla í leiðinni.   Það var maður sem fjallaði um þetta í fyrra held ég og hann var í fréttum hér fyrir einhverjum mánuðum. Ég man ekki hver þetta er og auglýsi hér með eftir upplýsingum um þennan mann.  Þetta þarf að skoða og nú sekk ég mér í tryggingamálin mín.

Gangi ykkur vel í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband