16.7.2008 | 21:27
Fullkomið
Ég var að vinna í dag eins og aðra daga, tók daginn snemma og vann við fyrirtækið mitt fyrir hádegi og fór síðan í hina vinnuna til kl.16.00 Í hádeginu erindaðist ég fyrir aðra manneskju sem er í viðskiptarekstri og greiddi úr smá máli sem upp kom hjá henni. Eftir vinnu fór ég í sturtu, blés hárið, málaði mig og klæddi mig í pils, nælonsokka og bol. Fullkomin í útliti og klæðaburði settist ég með nýlagað kaffi við tölvuna og las nýjustu fréttir til að geta verið viðræðuhæf við samstarfsfélaga á morgun. Eftir afslöppun við tölvuna og endurnærð af kaffinu, hnoðaði ég í gerbollur sem ég hugðist bera fram með kvöldmatnum.
Meðan deigið hefaðist fór ég í gönguferð með hundinn upp á Skeggjabrekkudal, veðið var dásamlegt og hitti ég nokkra kunningja á dalnum bæði var fólk þar í útreiðatúr eða eins og ég að slappa af og viðra hundinn. Ég ræddi framtíð Fjallabyggðar, skipulags og umhverfismál í þessum göngutúr við félaga sem ég hitti á dalnum.
Þegar heim kom tók ég deigið og dóttir mín hjálpaði mér að koma því í bollur á plötur, ég notaði tímann og hræði í skúffuköku á meðan, ofninn var hvort sem er heitur. Mmmmm ilmurinn var dásamlegur sem lagði um húsið og á meðan brauðið bakaðist lagaði ég í makkarónugratín sem ég stakk í ofninn þegar hitt var bakað. Ég lagði á borð skar salat, gekk frá og það passaði þegar gratínið var tilbúið þá var eldhúsið gljáfægt og hefði sómt sér á forsíðu hvaða tímarits sem er. Fjölskyldan kom og við áttum notalega stund við eldhúsborðið dóttir okkar bauð þremur vinkonum óvænt í mat en það var nægur matur að sjálfsögðu og blessuð börnin dásömuð matinn hjá mér.
Já og ég gleymdi að segja frænka mín kom líka í heimsókn í dag með dætur sínar og meðan þær léku sér, ræddum við efnahagshorfur landsmanna og nýjustu tísku. Svo kíkti systir mín og mágur líka í heimsókn. Og gott ef ég hef ekki sett í þvottavél og gengið frá þvotti eitthvað í dag og að sjálfsögðu gerði ég magaæfingar á meðan til að halda vextinum í formi.
Stundum les ég blogg eins og þetta sem ég hef verið að skrifa og maður hugsar vááááááááá því þetta hljómar eitthvað svo rosalega fullkomið hehheehehe en svona er það, maður getur stílfært daglegt líf í flottann búning og hreykt aðeins sjálfum sér og allir halda að maður sé fullkomin.
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fullkomið himnaríki í Fjallabyggð. Srh
www.handverkgalleri.is
bali, 16.7.2008 kl. 21:44
Ég get sagt ykkur það að hún hefur örugglega gert meira en þetta í dag, hún er svo orkufull að það hálfa væri nóg. Áður en ég fékk heimilishjálp þá kom hún til að þrífa mitt heimili þegar hún var búin heima hjá sér.
Ég elska hana og alla hennar orku.
egvania, 16.7.2008 kl. 22:46
Ásgerður þú veist manna best að ég er ekkert orkumikil, bara mýsla og þær verða að standa sig.
Og hver er þessi bali hmmmmm sem veit að Fjallabyggð er himnaríki. Verður þetta gátan mikl, kannski veit bali að ég er manna forvitnust og get ekki hugsað um annað næstu daga.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 17.7.2008 kl. 00:25
Ásta mín, ég veit að þú ert smávaxin lítil mýsla eins og hún Dagný mín, þið eruð litlar en samt mikið að elska.
Hann bali minn er minn, þetta er kærleiksríkur og traustur vinur og þú færð ekki að vita hver hann er.
Já, Já ég veit að þú gefst aldrei upp en þetta litla leyndarmál eigum við bali bara tvö.
bali minn veit um þig, hvort þú veist um hann ja, það er þitt mál ekki mitt, he, he, je, þar kom það þú veist ekki allt um mig.
egvania, 17.7.2008 kl. 09:57
Ég er búin að fatta hver bali er hehe ég er algjör spæjari sko hann er nefnilega með fingraförin sín í undirskriftinni.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 17.7.2008 kl. 12:23
He,he, þú heldur það, hvíslaðu því að mér þegar við hittumst næst.
egvania, 18.7.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.