5.8.2008 | 18:49
Selkjöt í karrý
Í dag lá leið mín í stórann frystiklefa með vini mínum þar sem við vorum að athuga væna lambskrokka sem hann ætlaði að saga niður. Og mitt á gólfinu sá ég nokkra seli, vitaskuld dauða og beinfrosna, en þarna stóð ég og yfir mig helltist löngun í selkjöt í karrýsósu. Ég hafði orð á þessu við vin minn og hann var alveg sammála mér að selkjöt er reglulega góður matur, eflaust hefur þetta eitthvað með uppeldið að gera en við erum bæði alin upp í litlum sjávarplássum.
Þegar ég hugsa um það þá er margur matur sem hefur horfið af borðum sem var sjálfsagður hér áður, ufsabollur og karfabollur hef ég ekki smakkað í mörg ár. Karfa sé ég ekki lengur og er það leitt þar sem hægt er að matbúa hann á ýmsa vegu og var hann einn af mínu uppáhaldi. Saltfiskur er ekki aðgengilegur líkt og áður og liggur við að það séu jólin þegar maður hefur verið svo heppin að komast yfir nokkur stykki.
Í fréttum í dag hefur mátt heyra frá hvalreka í Ólafsfirði og hafa margir lagt leið sína að skoða ferlíkið. Ef ég verð spræk eftir holulambið hjá mági mínum í kvöld má vel vera að ég leggi leið mína út eftir og kíki á hann. Frétti að það er búið að festa hann og á eflaust að reyna að fjarlægja hræið á haf út. Einhvertímann var hvalreki happafengur og mátti bræða spikið og það nýtt sem hægt var af honum, nú er hvalreki vandamál og þykir enginn fengur.
En hvað um það ég er með hugann við selkjöt í karrý og þó að ég viti að holulambið á eftir slái þann rétt út þá held ég að ég fari í að verða mér út um flís af selkjöti til að elda á næstu dögum.
Verði mér að góðu
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásta mín þú sverð þig í ættina núna en ekki ferð þú og skerð af hvalkvikindinu dragúldnu svo mikið veit ég.
Finnur neitar að fara og ná í tennurnar úr kvikindinu fyrir mig og skil ég það vel, svona í alvöru talað þá vil ég þær ekki.
En hvað er ekki í frystinum góða hjá honum frænda okkar?
Ég veit með vissu að þú hefur ekki farið eftir holulambið hans Finns, svo var einkaþjálfunin gengin nálægt þér.
egvania, 6.8.2008 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.