Þegar rökkva tekur á ágústkvöldi...

Eitthvað er ég ægilega viðkvæm á þessum fallegu kvöldum sem eru núna, þau minna mig svo á vin minn sem ég missti allt of fljótt. Vinur minn átti þann fallegasta og ævintýralegasta  garð sem ég hef nokkurn tímann séð, litlu húsin sem hann smíðaði og allir litlu smáhlutirnir innan um gróður og blómstrandi plöntur gerðu garðinn hans að sælureit. Á fallegum kvöldum þegar fór að dimma þá kveikti hann á kertum um allan garð, hengdi luktir í trén og  í hverju smáhúsi logaði ljós,  fólk gat ekki annað en stoppað til að horfa og gleyma sér við þessa Paradís sem hann hafði skapað.

Vinur minn gat allt og var með augu sem sáu fegurðina í öllu, allt varð fallegt sem hann lék höndum um, smíðar, föndur, saumar, matseld, skreytingar og hvað sem var. Hann var yndislegur maður sem maður gat hlegið með og kjaftað út í eitt yfir kaffibolla. Nú myndi hann slá mig í hausinn ef hann sæi mig skrifa þetta Grin fannst svona skrif væmin hehe

Ég horfi á fallega ágúströkkvið út um gluggann og hlusta á  "Skrifað í sandinn" í huganum með vini mínum en það var eitt af hans uppáhaldslögum.

Njótum hvors annars meðan tími er til við vitum ekkert hvenær hann er liðinn.

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Ásta, ég sakna hans líka.

egvania, 11.8.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Bumba

Það sakna hans fleiri en þið elsku systur. Sérkennilegt hvernig lífið getur verið. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og er það vel. Með beztu kveðju.

Bumba, 11.8.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 30208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband