Upp og niður

Stundum veit ég ekki hvar ég fæ þessa endalausu orku, ég er í sem sagt í orkukasti þessar vikurnar. InLove  Svona  uppsveifla þar sem ég get  hamast endalaust frá því snemma á morgnanna og fram á nótt.  Veit ekki hvað þetta stendur lengi yfir núna en allt í einu er ég púnteruð og sef að öllum líkindum  í tvo daga og þá byrjar ballið aftur.  Ég er líka eitthvað svo endurnærð, fór að vinna í fiski í sumar og lagði tölvuna og símann á hilluna í bili, það getur verið ótrúlega frískandi að skipta um vinnu og fara að gera eitthvað allt annað en maður hefur gert síðustu árin.  Maður endurnærir hugann og líkaminn leggst til hvílu þreyttur af líkamlegri vinnu eftir daginn.  Ég finn það eftir þessar vikur í fiskinum hvað ég kem endurnærð aftur í mína hefðbundnu vinnu og einhvernvegin er eins og ég finni aftur neistann sem ég hafði áður.  Gott ef ég fer ekki að djöflast í pólitíkinni aftur á fullu, já bíðið bara það er ekki svo langt til næstu kosninga.Tounge    Ég held bara að ég vinni  áfram í fiskinum á morgnanna í vetur, þetta er líka svo grennandi og ég hef frábærann vinnuveitanda sem jafnast á við besta einkaþjálfara.   En nú er  mál að leggja sig, góða nótt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Ó,mæ, skrifaði hún pólitíkinni, já ég las rétt hún skrifaði pólitíkinni.

Vá, eru hvað 10 ár frá fyrstu baráttunni eða hvað?

Já það er ekki langt í næstu kosningar það veit ég og vonandi gengur þér vel ef þú ferð í pólitíkina.

Ég kýs þig örugglega þar sem ég er ekki alveg sátt við alla hina he, he.

egvania, 11.8.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Bumba

Æ, Ásta litla, áttu ekki einhverja aðra tík en pólítíkina? Með beztu kveðju.

Bumba, 12.8.2008 kl. 12:11

3 Smámynd: egvania

Nonni minn hún á hund ekki tík.

Ásta litla ég sakna þín.

Kærleiks kveðja stóra systir

egvania, 12.8.2008 kl. 22:58

4 Smámynd: Bumba

Heheheh æ, er það ekki sama hvert dýrið er bara að það sé ekki pólitík. Hún er svo dyntótt tíkin sú, er ekki svo frænka litla? Með beztu kveðju.

Bumba, 13.8.2008 kl. 08:50

5 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þetta er bara svo gaman

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 13.8.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 30208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband