29.8.2008 | 21:40
Ég flýtti mér heim í nótt á
undan vonda veðrinu, og má með sanni segja að það hafi verið lognið umtalaða á undan storminum sem ég keyrði í gegnu um á leiðinni heim. Veðurblíðan var með eindæmum og næturfegurðin upp á sitt allra besta, margir litir skörtuð í ljósaskiptunum út við sjóndeildarhringinn. Ég setti disk með Smokie í spilarann, alltaf þegar ég hlusta á þessi lög þá fer hugurinn til nöfnu minnar og sumarið sem hún dvaldi hjá okkur. Við vorum ótrúlegar þetta sumar, sváfum mest af sumrinu úti í tjaldi og hlustuðum á Smokie öll kvöld. Á daginn unnum við í frystihúsinu eins og allir aðrir krakkar í sjávarplássum á þessum tíma. Nafna mín kom reyndar frá Reykjavík í sumadvöl til okkar til að geta unnið í frystihúsinu. Við vorum 12 og 14 ára og það var unnið frá átta á morgnanna og til kvölds stundum eftir kvöldmat líka. Og ef maður mætti ekki þá var hundleiðinlegt því allir vinirnir voru þarna. En nú er ekkert frystihús i Ólafsfirði og er það miður held að allir sem unnu þar sem unglingar geti verið sammála um að það var gaman.
En það var gaman að hafa nöfnu mína hjá okkur, okkur kom svo vel saman og alltaf að fíflast eitthvað. Eins og við gerum þegar við hittumst enn í dag. Og ég hlusta á Smokie og finn Kleifalykt sem er sú besta í heimi eins og allir vita.
Það er gott að vera komin heim, er búin að ferðast og útilegast ótrúlega í sumar og veðrið alltaf alveg yndislegt. En vitið hvað, ég missti af Bumba þegar hann kom í heimsókn þessi elska, rétt hitti hann í Kaupfélaginu og svo reyndi hann ítrekað að bjóða okkur systrum og mömmu í kaffi og alltaf vorum við að útilegast eða eitthvað. Ferlegt bara en svona fer þetta stundum og koma dagar og ráð aftur. Elsku Nonni ég fæ mér bara kaffibolla í hugsa til þín.
Kveðja að sinni
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartalóa litla, gaman að sjá bloggið þitt aftur. Já þið systurnar eru bara aldrei heima þegar ég kem í bæinn. En ég kem aftur í byrjun óktóber og þá vonandi hittumst við. Og velkomin heim í heiðardalinn. Með beztu kveðju.
Bumba, 30.8.2008 kl. 08:25
Við systur höfum verið á algjöru flakki í sumar, ég var að koma heim og hin hentist þá burt úr bænum sá í skósólana á henni þegar hún renndi úr hlaði.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 30.8.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.