Nú allt þetta eigum að baki

Nú allt þetta eigum að baki

og unum í minninga veldi.

Við biðjum að hollvættir vaki

hér vinir að hinsta kveldi.

Einhvernvegin finnst mér þetta síðasta erindi í ljóðinu "Minningar frá Kleifum"  eftir Jón Árnason frá Syðri - Á , eiga við í dag þegar ég kveð Boggu á Búðarhól eins og hún var kölluð.  Bogga sagði mér ýmsar sögur frá Kleifum, hún sagði mér frá því þegar dansað var í Mánahúsinu niður við bryggju. Þá var kerjum og dóti ýtt upp að vegg og dansinn dunaði við harmonikkuspil fram á nótt. Hún sagði mér sögur af konunum á Kleifum, þær hittust hjá hvor annarri og spjölluð yfir kaffibolla og bakkelsi annað slagið hjá hvor annarri. Eitt sinn mundi hún ekki að hún var með næsta kaffispjall og var ekkert búinn að undirbúa sig með bakstur, þá greip hún soðnar kartöflur og setti í lummudeig og viti menn þetta sló í gegn. Hún sagði mér frá matargerð, kjöt var soðið niður, sultað rabbabara og ber, súrsað og verkað til vetrarins. Blóm í gluggum og skipst á afleggjurum og ráðlagt með saumaskap því vitaskuld voru  öll föt heimasaumuð.   Það var gaman að fá að heyra sögurnar  hennar Boggu, man að hún sagði mér líka frá óléttukjólum sem hún og Ólína saumuðu á sig, sama snið en sitthvor litur. 

En stóran skugga bar á Kleifarnar þegar þegar Þorkell Máni fórst og það sat í Boggu. Þar missti hún eiginmann  sinn og barnsföður og hún sagði að Kleifarnar hefðu aldrei orðið eins aftur. Bogga fann ástina aftur og bjó á Búðarhól og síðar í bænum. Alltaf fór maður sprengsaddur frá henni af bakkelsi og sögum.

Ég dró upp fánann í Sólheimum og aðrir voru að flagga á hinum bæjunum, á leiðinni heim kom ég við hjá Ásgerði systur og dró hennar fána. Okkur Ásgerði er minnistætt þegar Bogga var að koma í hríðarbyl að kíkja á okkur, svona í leiðinni þegar hún fór að gefa rollunum sem hún hafði í fjósahverfinu.

Í dag er fallegt veður og Kleifarnar skarta sínu fegursta og kveðja enn einn vin, en minningin lifir meðal okkar hinna sem gætum að þær glatist ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Takk Ásta mín fyrir fánann minn.

Ásta minningarnar okkar um hana Boggu eigum við og engin getur tekið þær frá okkur.

 Hún Bogga var alveg ótrúleg kona, þegar hún var að koma í hríðinni og kom oft með bakkelsi með sér, þegar veðrið var hvað verst þá kom Bogga og oft sagði hún " ég vissi að engin kæmi  í þessu veðri " .

En hana munaði ekki um það að koma í ófærðinni og það svona við á leið úr fjárhúsunum.

Blessuð sé minning Boggu og er ég viss um að við eigum oft eftir að rifja upp ferðir hennar til okkar í hríðarbylnum á leið úr fjárhúsunum

Ásta mín vonandi áttu góða helgi mér þykir vænt um þig

egvania, 30.8.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Bumba

Ásta mín. Þeim fækkar að sönnu blessuðu gamla fólkinu. Hugsa sér, Bogga frænka á Búðarhóli dáinn. Einhvernveginn passar þetta ekki. Rósa og Ella systur hennar dánar líka í ár. Það er svo stutt síðan að Þórunn gamla á Vermundastöðum og Sigurður, foreldrar þeirra, voru á lífi. Sérkennilegt hversu afstæður tíminn er. En eins og systir þín segir, allt verður þetta að minningum og er það vel. Þær geymast og enginn tekur þær frá okkur. Mikið er nú gott að geta yljað sér við þær þegar frá líður. Kem í oktober og vonandi verðið þið heima þá elskurnar. Með beztu kveðju.

Bumba, 31.8.2008 kl. 11:24

3 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Minning þeirra lifir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.8.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband