31.8.2008 | 20:44
Elsku Kolur minn
Hvernig í ósköpunum getur staðið á því að fallegir, elskulegir, hreinlegir, dekstraðir á allan hátt og uppáhaldshundar geta verið svo asnalegir að velta sér upp úr hrossaskít eða einhverju þar af verra lyktandi. Ég er ekki að botna þetta, veit að hún systir mín tæki ekki í mál núna að bjóða Kol mínum gistingu. Vorum að koma af Kleifunum og einhversstaðar hefur þessi elska komist í þvílíkt ekki bjóðandi til að velta sér upp úr og bera með sé inn í hús að nú fer hann í sturtuna. Annars er Kolur minn svo skrítinn að hann vill frekar láta þvo sér úti með garðslöngunni heldur en fara í sturtu í fína baðherberginu mínu. Hann hleypur um mýrar og skurði, syndir í vatninu og sjónum en sturtan það er bara eins og ég ætli að leiða hann til aftöku. Æi ræfillinn nú læðist hann burt skríðandi með veggjum og veit alveg að hann á að fara í bað.
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef að hann Kolur hatar eitthvað þá er það inni þvottur úti við getur hann hlaupið undir úðarann og þar má baða hann og skrúbba en inni nei takk ekki hann Kolur þessi elska.
Satt segirðu hann fengi sko ekki að sofa til fóta hjá mér eins og hann er vanur þegar að hann er veltandi sér í einhverri drullu.
En skítt með alla drullu hann er svo dásamlegur, ljúfur og einstaklega tilfinninganæmur.
Svo skemmir nú ekki fyrir að hann kom frá Garði.
egvania, 31.8.2008 kl. 23:47
Konan í Garði sem gaf mér Kol, heitir Karen minnir mig. Fyrst þú ert alltaf í Garði held ég að þú verðir að fara að finna mömmu hans Kols og knúsa hana smá.
Kolur lét sig hafa það að fara í sturtu enda ekki annað í boði.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 1.9.2008 kl. 00:04
Hahahahahah verði þér að góðu, hahahahha. Með beztu kveðju.
Bumba, 1.9.2008 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.