Hamagangur á Kleifum

Þessa dagana er líf á Kleifum, það er verið að endurbyggja gömlu rafstöðina.  Það var ljúft að sitja í haustsólinni á pallinum á Sólheimum og heyra hamarshögg og köll smiðanna sín á milli.  Það eru bílar við hús og líf þótt komið sé fram í september, að vísu fóru þau í Árbæ suður í dag.  Það var alltaf og er enn þessi söknuður þegar þau eru farin á haustin, frænka hringdi síðan í mig í kvöld til að láta vita að ferðin suður hefði gengið vel. Ég á von á því að það verði mannmargt þarna út frá um helgina.

Ég athugaði með ofnana í Sólheimum og það var allt í stakasta lagi, hann mágur minn hefur verið að vinna við að skipta út krönum og laga miðstöðina  en nú er hann kominn í húsbóndaorlof út á sjó næstu vikurnar. Ekki veitti af eftir streðið við miðstöðina að skella sér í orlof út á ballarhaf. Ég er búin að stefna bróður mínum á Kleifarnar um helgina til að taka til og henda rusli, það verður mikið púl og nokkrar ferðir með fulla kerru af drasli í ruslagámana. En hann er endurnærður hann bróðir minn enda búinn að vera í húsbóndaorlofi á frystitogara síðustu fjórar vikur og getur þrælað smá í óðalinu okkar  núna. Húsbóndanum mínum þræla ég einnig út til þarfra verka, er með lista ofaní skúffu sem hann er reyndar ekki enn farinn að sjá.Tounge  Það er svo allt önnur saga með krúttin þarna systursyni mína, ég held ég fari að setja dagsektir á þá hvað og hverju, annars var þarna sígjammandi litli fuglinn að segja mér rétt í þessu að þeir væru á leiðinni að vinna eitthvað í eldhúsinu. Hmmmm veistu þú hvað það gæti verið?????

Ætli ég fari svo ekki í berjamó eitthvað upp á stekk á meðan, ófært að láta öll þessi ber fara til spillis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband