5.9.2008 | 20:08
Hvaða bull er þetta !!!
Ég sat hér áður mörg ár sem bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og sinni enn sveitarstjórnarmálum og það þarf ekki að segja mér að bæjarstjórnin hafi ekki getað hnikað til fundi eða komist að samkomulagi við vegagerðina um að færa þennan viðburð örlítið til. Hér er greinilega eitthvað annað á ferðinni en fram kemur í fréttum. Eiginlega verð ég að segja að mér finnst þetta bæjarstjórn og vegagerð ekki til sóma og virðingarleysi gagnvart íbúum á svæðinu. Og hvað með það þótt fjórðungsþing hafi verið á Reykhólum daginn eftir, það er vinna að vera bæjarfulltrúi og maður er tilbúinn þegar skyldan kallar enda býður maður sig ekki fram öðruvísi en sinna bæjarfélaginu sínu. Bæjarstjórn Ísafjarðar gat alveg sinnt þessu tvennu á sama degi og það eru nú varafulltrúar líka til staðar til að hlaup inn ef svona stendur á.
Bæjarstjórnin gat ekki mætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rétt hjá þér systir góð og ég stóð mig mjög vel í pólitísku uppeldi barnanna.
það er mikill munur á BLÁU og grænu skal ég segja þér.
egvania, 5.9.2008 kl. 23:15
Mér finnst þetta bara sýna það að þessi maður er hreinn og beinn og er ekkert að draga lappirnar með því að fresta einhverju sem kostar bæjarsjóð aukapeninga með því að kalla inn aukalið, það ættu aðrir að taka hann til fyrirmyndar.
Sævar Einarsson, 6.9.2008 kl. 01:32
Ásgerður þú veist að ég hefði ekki getað staðið í þessu stússi án þín, það þurfa allir að hafa sterkt bakland.
Sævarinn minn ef ég man rétt þá er eitthvað í gangi þarna fyrir vestan vegna þessarra gangna, einhverjir vildu láta þessi göng bíða og fara í önnur fyrst. Getur verið að það sé ástæðan, að það er ósætti milli samgönguráðherra og bæjarstjórnar á þessu svæði.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.9.2008 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.