Fallegur dagur

Í Ólafsfirði er dagurinn í dag fallegur, það á reyndar við um flesta daga hér norður á hjara veraldar.  Annars held ég að það sé fallegt hvar sem er bara ef maður er sáttur við lífið og tilveruna.  Ef ég  fer vitleysu meginn  t.d. fram úr rúminu á morgnanna þá hef ég tekið strax eftir því hvað mér finnst eitthvað grámyglulegt úti og hef allt á hornum mér út í allt og alla.  Svo hefur það líka komið fyrir að ég hef farið fram úr réttu megin og sé samt ekki þessa fallegu vídd í kringum mig.  En oftast eru þó dagarnir þannig að ég er viss um að ég bý á besta stað á landinu.Grin  Ég hef haft viðdvöl til búsetu á nokkrum stöðum og kunni alltaf vel við mig þar sem ég bjó um mig.  Að undanskyldu þó einni nótt í mígandi rigningu á tjaldstæðinu á Búðardal, satt að segja ekki getað litið þann bæ réttu auga síðan.   Það er eflaust ekki marktækt um ágæti Búðardals að dvelja þar eina nótt í tjaldi og það í rigning, með réttu hefði ég átt að gefa bænum tækifæri heldur en rjúka burt í fússi hundblaut og vindbarin.

En hér í fallega bænum mínum er logn og blíðskaparveður, fólk á gangi og einhver ró yfir öllu. Ég sé trillu stíma út á fjörðinn og einhverjir eru mættir á bryggjuna að veiða. Ég er að undirbúa mig fyrir vinnudag á Kleifunum við óðal okkar fjölskyldunnar, heyrði í bróður mínum áðan og hann er á leiðinni frá Akureyri.  Frétti ekkert frá Stubb og Lubb þeir eru eflaust ennþá sofandi eftir næturdjamm eða menningarinnsog  þarna í höfuðstað norðurlands.

Það er misjafnt hvað fólki finnst, sumir njóta fámennis en aðrir geta ekki hugsað sér annað líf en að búa í fjölmenni.  Ég held að lífið snúist samt ósköp líkt hjá okkur flestum, það er heimilið sem er miðpunkturinn og þar líður okkur best.  Mér líður líka rosalega vel í berjamó og er heppin að því leit að ég þarf ósköp stutt að fara til að ná mér í ber út á skyrið.  Fer örugglega oftar í berjamó en höfuðborgarbúar en þeir fara því sem nemur oftar í Bónus Gasp snýst þetta ekki allt um að ná sér í eitthvað gott í gogginn.

Njótið dagsins í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 30208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband