Kolafarmurinn

Helgin hefur verið annasöm og verða viðburðir hennar lengi í minnum hafðir hjá fjölskyldunni.

Við byrjuðum á laugardag með vinnuhelgi í Sólheimum, við bróðir minn mættum með hina helmingana af okkur og tókum til hendinni.  Það má með sanni segja að mér er mikið létt að hafa komið þessu frá mér og hreinsað til það sem þurfti.  Við réðumst á geymsluna undir pallinum, tókum til norðan við húsið og kíktum í kjallarann, en hann verður reyndar látin bíða eitthvað lengur enn um sinn þar til nýja eldhúsið Smile þeirra Stubb og Lubb verður komið upp. Það sem við hentum var  ýmislegt  sem sumir telja drasl en aðrir sjá notagildi þess eða sóun að farga því, keypt og brúkað áður en dalaði uppi úr sér gengið og slitið, annað var aðdregið eða tekið til geymslu þegar aðrir sáu ekki notagildi þess lengur.  Ekki veit ég  t.d. hvað hefur átt að gera við 3 olíufötur af lýsi, það verður gátan óleysta nema að hún upplýsist eitthvert kvöldið þegar barnabörnin hans föður míns sitja miðilsfund hjá Þórhalli.  Systir mín lýsti því samt yfir að þessi tiltekt væri helgispjöll, ég bauð henni  að það væri ekkert mál að sækja gömlu þvottavélina hennar út í gám aftur og koma með heim á pall til hennar, hún gaf lítið út á það nema að reka út úr sér tunguna framan í mig.Tounge 

Ég komst líka að því að mýs vinna frá sjö til sjö og á laugardögum líka, norðan við húsið var lítið geymslupláss þar sem geymd voru gömul net og kaðlar ásamt ýmsu öðru, svona ef það þyrfti að nota það. Þetta höfðu þessar elskur allt saman nagað í smá bita og það var gaman, ég segi það, að sjá hvað þær af eljusemi vinna sitt verk dag eftir dag.  Svörtu litlu örðurnar sem eitt sinn hafði verið ruslapoki, spænir, nælonþræðir og annað. Þetta er eina sem ég hef séð mýsnar við Sólheima eyðileggja og þó ekki. Þær vissu að þetta yrði aldrei notað og voru aðeins að flýta fyrir niðurbroti. Mýsnar heima hafa nefnilega aldrei gert árás á neitt sem við áttum eða reynt að komast inn til okkar.  Mamma gaf þeim alltaf úti og sagði að amma hennar hefði sagt að ef þú gefur þeim þá láta þær þitt í friði. Mamma setti mat við holu í barðinu bak við húsið og ég man eftir henni henda brauðmolum út um eldhúsgluggann þegar hún sá þær á pallinum.  Hann pabbi var nú ekki eins hrifinn af að mamma fóðraði mýsnar, hann var satt að segja dauðhræddur við þær.Kissing

Bak við óðalið okkar í sveitinni var stórt kar úr járni, þar ofan á voru girðingarstaurar sem pabbi hafði höggvið úr rekaviði, þegar málið var athugað nánar  kom í ljós að kerið góða var hálf fullt af kolum.  Á þetta ker réðumst við Héðinn bróðir í gær og mokuðum kol í nokkra tíma ásamt dætrum mínum.  Ég verð að segja að mér varð hugsað til kolanámumanna við þessa iðju mína.  Kolaryk er svo fínt að maður var svartur innan sem utan eftir þessa iðju, enda var ljúft að komast undir sturtuna í gærkveldi.  Ég hirti tunnu af góðum kolum, veit ekki til hvers svo sem, restinni bauð ég góðfúslega Óskari og Adda sem voru að taka til hendinni á Ytri - Á.  Þeir þökkuð mér góðfúslega en höfnuðu góðu boði.  

Nú á ég aðeins eftir að skrúbba smá geymsluna undir pallinum og pallinn sjálfan, taka aðeins saman kring um húsið og þá verður þetta tilbúið undir veturinn.  Við Héðinn förum svo í leiðangur og kaupum gott bensínorf, ég er ekki lagin með orf og ljá, þeir gripir verða eflaust ekki notaðir oftar til að slá lóðina kringum Sólheima. 

Það er fallegt veður í Ólafsfirði í dag, spegilsléttur sjór og sólin baðar Kleifarnar eins og oft áður. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Ásta mín, ég þigg kolinn með glöðu geði. Hringi í þig. Með beztu kveðju.

Bumba, 8.9.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Kæri minn, þú færð tunnuna með kolunum sem ég tók frá, vissi að það var einhver tilgangur með þessu.

Var að koma af Kleifunum það er dásamlegt veður, æfði mig  smá á saxafóninn, til að gleðja aðeins þá sem eru að byggja upp stífluna. Veit ekki hvort það var leikur minn eða hvað  en allt í einu birtist steypubíll á svæðinu og allt fór á fullt við stífluna.  Hljómfagur leikur minn drukknaði í hávaðanum þannig að ég skrapp upp með á í berjamó.

Kveðja Ásta

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.9.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: egvania

Ásta mín ég segi helgispjöll og passa mig, ég kem ekki nálægt ykkur í þessum ham.

En svona þér að segja þá sat ég í skólanum fyrir hádegi þegar að síminn minn hringdi ég hafði sko gleymt að slökkva á honum og veistu hvað ?

Ég greip símann og læddist fram já, þú mátt sko alveg hlæja núna merkikertið þitt ég læddist eða það hélt ég en ekki var ég lengi búin að tala þegar kennarinn kom til að athuga hvað ég væri að gera og auðvita var þetta alveg lífsnauðsynlegt símtal og sagði ég henni það.

Þú heldur sjálfsagt að það hafi verið Biskupinn fyrst að ég var að tala um helgispjöll ó, nei , það var sko flottara en það.

Ásta þetta símtal var frá Amsterdam   og ekki býr Kalli þar, fréttin um sóun þína á þessum líka flottu kolum berst víða um heim.

Ekki fékk ég frið til að tala og kvaddi hið bráðasta og hafði mig inn í tíma aftur og sat þar þolinmóð og beið þess að losna svo að ég gæti hringt til Amsterdam  og reddað þessum kolamolum sem þú varst ekki búin að farga.

Þar fékk ég sko skilning á þessu háttalagi ykkar systkina minna en svona er að vera miðjubarn og er ég svo sem búin að vera yngst og í miðju af fimm og var líka í miðju af þremur og hann Nonni næst elstur af heilum helling.

En af sálu minni er létt vegna þessara kolamola sem eru ófáanlegir hér á landi og sá ég fram á það að ég yrði að fara erlendis og vinna í kolanámu neðst niðri í iðrum jarðar nálægt Ástralíu til að bæta þetta tjón ykkar systkina.

Fátt um svör segir þú um þvottavéla málið ekki satt þar litla systir, hann Gulli Jón var duglegur að taka úr henni varahluti í þvottavélina hennar mömmu og lengdist líftími hennar að minnsta kosti um 20 ár eða 10 ár og gengur vélin hennar mömmu flott skal ég segja þér.

Þvottavélin sem var gjöf frá mér til hennar mömmu var líka það eina sem hún átti þarna í kjallaranum og það veistu sjálf kelli mín þetta var sko húsbóndaathvarf og með réttu átti að friðlýsa þessum kjallara og hefði sko örugglega verið gert ef Helgi Jóhannsson hefði litið þar við. 

Ekki átti hún landakútinn sem var undir tröppunum var það nokkuð bruggaði kerlingin máski á laun ?

egvania, 8.9.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Mér varð svo um með afrek mín í kolunum að ég er búin að sofa í allt kvöld. Ég reyni að bjarga nokkrum kolamolum fyrir hann Nonna minn, en ekki ætlar hann með þau til Amserdam er það?

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.9.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: Bumba

"Kokkurinn við  kabyssuna stóð fallera,

kolamola ofan í hana tróð fallera." Hvað kemur svo manstu það Ásta mín? Ég þarf nú að hafa eldsmat til að hella uppá kaffið handa ykkur mæðgunum, heheheh. Eða finnst þér það ekki? Það er nú ekki mikið um gamaldagseldsmat í Hólkoti. Þarf að fara að stinga mó. Hehehehe. Mikið hlakka ég til að hitta ykkur allar saman. Bið að heilsa elsku litla Ásta mín. Með beztu kveðju.

Bumba, 9.9.2008 kl. 07:15

6 Smámynd: egvania

 Hello Nei, nei ekki í Ástralíu af og frá ég hefði farið svo djúpt í iðrum jarðar að ég hefði verið mjög svo nálægt fótum þeirra.

Kveðja Ásgerður

Morgun stund gefur gull í mund, hef nú aldrei orðið vör við gullið en Ásta fann kolamola.













egvania, 9.9.2008 kl. 07:16

7 Smámynd: Bumba

 Heheheh, Ásgerður, þú ert alveg óborganleg, hehehehehehehe. Með beztu kveðju.

Bumba, 9.9.2008 kl. 07:20

8 Smámynd: egvania

"Ásta, molum oní hana tróð fallera,

Nonni minn var þetta ekki svona en hvað kemur svo næst.

egvania, 9.9.2008 kl. 07:33

9 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þið eruð ekki eðlileg þarna   Mætti í morgun til Ásgeirs Loga einkaþjálfara minn með meiru,  hann byrjaði á að ná í kaffi fyrir okkur og síðan kom " Hvað vildi Nonni Fríðu þér"  æi þetta er frábært. Sagan mikla af kolafarminum.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:49

10 Smámynd: Bumba

Heheheheheeh   er að fæðast nýt stórskáld íslendinga, eða þannig,?    Með beztu kveðju.

Bumba, 9.9.2008 kl. 18:15

11 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ja þið eruð sko flottastar

Ólöf Karlsdóttir, 9.9.2008 kl. 21:00

12 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Bara kíkja við hér kanna málin með kolin gamlan

Ólöf Karlsdóttir, 12.9.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband