Með þökk fyrir fallega haustið okkar

það verður að segjast að haustið hér í Ólafsfirði er hreint út sagt yndislegt í ár.  Hélt að fallegur september væri búinn að yfirgefa mig. Man eftir fyrir 11 og 12 árum og þar um bil að þessi mánuður var sannkallaður sumarauki. Síðan tók við rigningar og rok haust þannig að ég hélt að fallegi haustmánuðurinn minn væri búinn að yfirgefa mig.  Nei það er sko öðru nær, hér er Paradís þessa dagana og maður keppist við að tína ber sem aldrei fyrr. Úfff allt blátt og svart af berjum og það ekkert smá stórum og girnilegum.  Ef ég hugsa lengra aftur í tímann þá einhversstaðar kemur upp minning um snjó þegar skólinn byrjaði á haustin og mamma hefur sagt mér hvað hún var fúl sem krakki ef það var snjór á afmælinu hennar, hún er fædd 1. sept þannig að september hefur haft allan gang á þessu í gegnum árin.

Í gær fórum við dætur mínar í berjagönguferð upp með á, þetta endaði reyndar í lengri ferð en við hugðumst í fyrstu og mikið ævintýri þótti þeim að geta sagt við heimkomu að hafa vaðið yfir tvær ár, gengið dali og upp á hlöss og fundið helling af berjum.   Erla hringdi í móðursystur sínaTounge langaði að deila með henni fegurðin og kyrrðinni á dalnum.  En mér vakti það furðu að það næst GSM á dalnum, ekki að ég sé að kvarta síður en svo og frábært að hafa samband þarna ekki síst þar sem þetta svæði er notað mikið að vetri af vélsleðamönnum. En í sumar þegar ég var á ferð um landið þá var ég vör við að það er ekki GSM samband víða og það á þjóðvegum og alfaraleiðum  þar sem ég fór.   Er þetta ekki að einhverjum hluta sveitarstjórnarmál?  Eitthvað rámar mitt höfuð í kynningarfundi og skipulag með einhverjum sem fóru um landið og höfðu eitthvað með þetta að gera.  Verð að grafa upp dagbókin frá síðustu árum og fletta uppá þessu.

Eins og einhverjir hafa orðið varir við þá hef ég staðið í kolamokstri ,eitthvað svona smá sko, í gærkveldi sem sagt gróf ég eftir kolunum aftur og náði í einn stamp handa vini mínum Jóni Þorsteinssyni söngvara með meiru. Það var gaman og við systur skemmtum okkur vel og bíðum eftir að Nonni komi heim í frí frá Amsterdam.

Hér var líka heljarinnar partý á laugardag og fram á kvöld. Önnur dóttirin sem er á þröskuldi unglingsára átti eftir að halda afmælispartý fyrir félagana.... og það ekkert smá.  Vorum svo heppnar líka að við fengum Sigurlaugu og Matthildi til okkar snemma dags og gátum lofað þeim að fara með okkur að sjá Kol synda í vatninu, notuðum tækifærið og böðuðum kappann í leiðinni.  Héðinn og Matta komu þegar þau voru búin í berjamó, allir í berjamó enda ekki hægt annað.Grin  Fallegu dætur þeirra komu líka og hjálpuðu mér með afmælið og að fóðra afmælisgesti á pizzum og frönskum,, namm namm og í eftirrétt gerði húsbóndinn ávaxtagúmmelaði með ís og heitri súkkulaðisósu.   Bróðurdætur mínar eru alltaf á barnsaldri fyrir mér,Halo  þær eru reyndar komnar um og yfir þrítugt og löngu vaxnar lágvöxnu föðursystir þeirra yfir höfuð.  En þær eru ægilegar dúllur þessar elskur og alltaf jafn gaman að hitta þær. 

Á eftir fer ég í tónskólann, mikið er það hressandi fyrir sálina og mæli með að fólk leggi hljóðfæraleik fyrir sig og spili reglulega. Kennarinn minn er ægilega hress og við hlæjum stundum meira en spilum, en það er allt í lagi.

Kveðja í dag og flýtið ykkur í berjamó áður en frystir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

KVIKINDIð ÞITT.

egvania, 15.9.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: egvania

Hún sko veit það þessi litla systir mín.

Sko ég er amma barnanna hennar og er henni vel kunnugt um það.

Hún má þakka fyrir ef ég tek ekki kolamolamyndirnar út af blogginu mínu.

egvania, 15.9.2008 kl. 22:03

3 Smámynd: egvania

Nei geri það ekki en bæti sennilega Kol inn á bloggið mitt.

 Puppy 2 





egvania, 16.9.2008 kl. 20:45

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já Ásgerður mín líst bara vel á það þar sem hún systir þín er kol áhugamaður

Ólöf Karlsdóttir, 18.9.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband