Í dag kveð ég frænku mína

Hér er fallegur haustdagur, rigningarúði og ljúfur blær er hreyfir  fánann  fyrir utan sem blaktir í hálfa stöng.  Það er einhvern veginn þannig líka sem mér líður í dag er yndislega frænka mín hún Mæja Bára er jarðsungin.  Ég hefði haldið að innra mér berðist brjálað veður, stormur og haglél yfir því óréttlæti sem okkur finnst að ung kona í blóma lífsins skuli farin til annarra heimkynna.  En í staðinn er þessi hægláta sorg, ljúfur blærinn og ferskir  dropar á glugganum.  Eflaust er það vegna þess að þegar ég minnist frænku minnar þá man ég eftir hvað hún var alltaf ljúf og góð og bar með sér  ferskan andvara með brosi sínu og einstaka spékoppann sem birtist í andliti hennar og mér þótti alltaf svo merkilegur.

Ég leiði hugann að kynnum okkar frá ég man eftir mér, uppvexti, heimsóknir á milli fjölskyldna, skólagöngu, ættarmót, skátamót, rekist á hvor aðra stopult síðustu ár, sagt hæ og bæ og allt þar á milli en alltaf vitað af henni í gangi lífsins líkt og við fylgjumst með vinum og ættmennum.

Ég hitti hana síðast á ættarmótinu í sumar, svo falleg og virtist komin yfir veikindin sem höfðu barið uppá nokkrum mánuðum áður, ég er þakklát yfir þeirri minningu að kveðja hana í hinsta sinn á milli tjalda í góðra vina hópi í heimabyggð.

Ólafsfjörður er fallegur í dag, hann var það líka dánardægur hennar og þannig verða minningar um hana Mæju Báru, ljúfar og fallegar og lifa með okkur áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Sæl Ásta mín votta þér samúð mína Kveðja Óla

Ólöf Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Jón Hans

Sæl Vinkona votta þér samúð mína og svo segir Bíblían  að þeir deyji ungir sem guðirnir elska, ??? en ég á nú samt erfitt með að trúa þessu og vil ekki láta hann vera taka frá okkur fólk á besta aldri til sín fyrir þetta eitt að elsa guð.      Og enn vorum við fyrir stóru áfalli í dag þegar annar Ólafsfirðingur er farin á besta aldri,.og votta ég þeim sem þar eiga um sárt að binda  við það hörmulega slys sem þar gerðist úti heimi. Kv. Jón Hans Fallin í tranns.

Jón Hans, 23.9.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 27.9.2008 kl. 00:19

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Yndislega falleg færsla um hana Mæju Báru....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.9.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband