Laugardagsverkin

Á einhverri plötu söng minnir mig María Baldursdóttir um laugardagsverkin og hvað henni leiddist þau, man það samt ekki alveg, var það kannski eldhúsverkin.  Hmmm alla vega er laugardagur í dag og ég búin að vera að dunda svona hitt og þetta annað en að ryksuga yfir gólfið hjá mér.  Er einmitt svo heppin að það er einhver fótboltaleikur í gangi núna svo ég er ekkert að trufla ástkæran eiginmann minn með ryksugunni. En ég er samt búin að stilla ryksugunni upp fyrir framan hann Wink þannig að hann er örugglega bara að bíða eftir að leikurinn klárist til að stökkva upp með þessa elsku um húsið.

Við erum með gesti núna, eða heimaganga, einn af þeim er Valli hundur og bauð ég honum með okkur Kol í sveitina. Valli er með eindæmum tónelskur hehe og ég tók nokkrar aríur á saxafóninn í sveitinni og hann söng með.  Það er ótrúlega spauglegt, hann situr á miðju gólfi og spangólar þegar hann heyrir spilað.  Að spangóla  hefur Kolur minn aldrei sýnt að hann kunni, en hann liggur oft við fætur mér og hlustar á mig spila og veltir vöngum við og við.  Þegar ég var að alast upp áttum við hana Týru, hún spangólaði stundum þegar ég lék á flautuna og eins, merkilegt nokk, þegar hnífar voru stálaðir.  Hún spratt  upp þegar stálið var tekið af veggnum og einhver mundaði sig til að brýna hníf þá setti hún sig í stellingar og gólaði sem aldrei fyrr. 

En er ekki pizzukvöld í kvöld? Alla vega segja dætur og heimagangar það, og engar aðkeyptar nei takk, heimabakaðar í boði hússins.  Verði ykkur að góðu. Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Ásta mín það voru eldhúsverkin sem henni Mæju neyddust svona, spyr hana næst þegar að ég sé hana hvernig Rúnar bregst við þegar að hún ryksugar ég veit að hann spangólar ekki.

Ég minnist þess hvernig Kolur tók þessum tónlistarhæfileikum þínum í upphafi, hann hljóp á neðrihæðina og faldi sig þar.

Var mig kannski að dreyma þetta.

Þín ástkæra systir.

egvania, 27.9.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Rétt hjá Ásgerði eldhúsverkinn var það sem henni leiddist að gera Kveðja rugludallur nr 3

Ólöf Karlsdóttir, 27.9.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Í gærkveldi hnoðaði ég í pizzur og bakaði þær í kolaofni

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 28.9.2008 kl. 12:24

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Kvitt kvitt

Ólöf Karlsdóttir, 28.9.2008 kl. 22:32

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ég pant í pizzu kvitt kvittÞið eruð kolaðar systur og hnoðaðar heherugludalladósin

Ólöf Karlsdóttir, 29.9.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Uss uss Ladývallý þú hefur ekkert vit á tónlist bara við 3

Ólöf Karlsdóttir, 29.9.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 30208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband