Jólasnjórinn minn

Mér finnst þetta hálf fúlt að það er komin grenjandi, ausandi rigning og fallegi jólasnjórinn minn er að hverfa.   Í gærkveldi þegar við Kolur fengum okkur göngu þá féllu snjókorn á stærð við fiður niður úr loftinu og það var alveg logn.  Þetta var eins og í bíómynd, ekkert smá ævintýralegt að ganga um í þessum heimi.

Annars hef ég verið að velta vöngum yfir ástandinu á landinu okkar í dag, og af öllu þessu hugsi hugsi og hlustun  á ótal vitringa og marga þætti í fjölmiðlum síðustu daga, þá held ég að bjargvættur okkar sé sjávarútvegurinn einu sinni enn.  Það má með sanni segja að  "Landsbyggðin lifir" núna, alla vega til sjávarWink.  Hér hefur ekki verið uppsprengt verð á húsnæði né annað kapplaup, helst að ein og ein jeppadrusla komi við pyngjur íbúa þessa dagana. En við Valkyrjurnar á hjara veraldar, spýtum í lófana, brettum upp ermar, ullum á rassmörur og förum á ball í Tjarnarborg til að fagna fyrsta vetrardegi sem er á næsta leiti.  Gleymdi að geta þess að við bíðum orðið óþreyjufull eftir opnun Héðinsfjarðargangna sem við hér í Fjallabyggð höfum svo sannarlega marg, marg, marg, marg, marg, borgað með framlagi okkar til gjaldeyrissköpunar fyrir landið okkar.  Ulliði bara á okkur núna þarna í fallandi turninum ykkar á suðurhorninu.  Ár eftir ár var Siglufjörður á síldarárunum með mestu þjóðartekjurnar, stærsta síldarvinnsla í heimi.  Ólafsfjörður með hverja stórútgerðina á eftir annarri og hér eru enn gerðir út frystitogarar og landvinnsla. Hallelúja þetta er nóg í bili.  Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já og amen ,það er önnur tíð núna Man að það var vetur  og það var sumar ,núna er bara sýnishorn af sumri og vetriKnúsí knús

Ólöf Karlsdóttir, 4.10.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband