27.10.2008 | 00:17
Fyrsti vetrardagur og bónin hennar Nínu
Það má með sanni segja að vetur konungur hefur stungið nefi sínu og eyrum inn um gættina hér á hjara veraldar. En það er svei mér gaman, segi það satt það var búið að vera hér dásamlegt vor og sumar og haust að við tökum vetri eins og vera ber. Vetur þegar tímatalið segir vetur og sumar þegar á að vera sumar.
Hér í Ólafsfirði hefur fyrsti vetrardagur verið haldinn með glens, gaman og éta yfir sig stæl um ára raðir og varð enginn undantekning á því núna. Bæjarbúar flykktust í Tjarnarborg og gerðu sér glaðan dag. Við hjá Norlandia ákváðum að skella okkur á djammið, tekið hús á Ásgeiri og Kristínu svona rétt upp úr miðdegiskaffi svona aðeins til að taka úr sér hrollinn fyrir húllumhæið. Finni mágur var svo elskulegur að hann stýrði ferjunni og kom öllum til skila í Tjarnarborg hér um bil þegar átið var að byrja, þurfti reyndar nokkrar ferðir og eins gott að vera vel jeppaður í hríðarbil og ófærð.
Sirrý vinkona mín mætti þegar ballið byrjaði, hjúkk verð að segja að mér finnst aldrei vera búið að flauta til leiks fyrr en við tvær eru saman komnar þar sem eitthvað er um að vera. Við sviptum herrunum á gólfið, ómögulegt annað en sýna þeim kurteisi og ég get sagt ykkur það að allt í einu í einum dansinum tók ég eftir því að það voru ekkert nema "útlenskir" herrar á gólfinu. Eini innfæddi var Valdi Rögnu og ég get svarið það hann var með fimm Ólafsfiskar frúr á besta aldri sem hann sveiflaði í kringum sig. Við Sirrý vildum nú aðeins fá hann lánaðan í næsta dans en það var ekki að ræða að þær slepptu honum.
Og ég komst að því þarna á dansgólfinu að lyftaramaðurinn okkar pólski hampar Evrópumeistaratitli í dansi og margfaldur meistari, ég hélt það liði yfir mig.... hvernig átti mér að detta þetta í hug. Maðurinn dansar ekkert smá vel og eitt er víst nú steypum við gólfið í gömlu síldarþrónni strax í næstu viku og danskennsla eftir vinnu... gjör svo vel.
Dagurinn í dag hefur verið fallegur, allt á kafi í snjó og margar skóflur á lofti. Ég nennti ekkert að baka eins og ég hafði þó ætlað mér, eitthvað hálf slöpp sko..... ætli ég sé að fá einhverja pest?
Þetta blogg er tileinkað Nínu sem er búin að bíða dag eftir dag.
Góða nótt
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.