27.10.2008 | 14:10
Hvað er í gangi og hver er staðan
Það er ótrúlega skrítið að horfa á stöðuna sem kemur upp í þjóðfélaginu í dag, en eflaust eitthvað sem hefur ekki átt að koma á óvart. Hverjir eru vinir í raun?? Vinir leynast oft þar sem síst skyldi og sannir vinir koma þegar eitthvað bjátar á. Ísland stendur ekki eitt, við megum alls ekki falla í stafi og halda að allt sé glatað bara fyrir orðagljáður og frekju í nokkrum Bretum. Danir eru vinir okkar þótt okkur sýnist eitthvað annað í dag, held að Danir séu svo líkir okkur að þeir grípa fyrst til húmorsins og yfirborðskenndra framkomu í fyrsta kasti. Ekki gleyma þeim, þeir standa nær okkur og munu gera það meira en okkur grunar og þeir þurfa á okkur að halda jafn mikið og við á þeim. Við eigum fleiri vini, hver er það sem er annar helmingurinn af hjónabandinu ef við lítum á þetta í því samhengi? Hvar hefur Ísland sterkustu böndin og hvert er afkvæmið, nú er að leggja höfuðið í bleyti því þetta hjónaband heldur og gefur af sér í framtíðinni.
Það er borðliggjandi að við erum að skipta um hlutverk, hætta því sem var og leita nýrra fanga, ekki má þó líta á fyrri ár sem eitthvað glatað, við höfum sannarlega lært á því og uppskorið jafnt sem orðið fyrir uppskerubresti. Það liggur dýrmæt reynsla í mannauði, menntun og þekkingu og sú vinna er ekki glötuð. Tíminn stoppar ekki við höldum áfram. Við leggjumst ekki undir feld og látum brenna okkur inni. Nei ekki aldeilis nú skal plægður nýr akur og í hann verður sáð næsta vor. Þótt að okkur finnist í dag ekkert miða áfram þá erum við samt að komast í gegnum þetta, tvö skref áfram og eitt aftur á bak en samt áfram. Næsta sumar logar af krafti og það sem verið er að gera núna mun skila sér til okkar. Ekki leggja árar í bát þótt það sem virðist borðliggjandi í dag gangi ekki upp, stundum þarf meira til og þá er að opna næstu dyr. Það verða miklir brestir og margur mun ekki tala saman lengi eftir þennan vetur, fyrirtæki stór sem smá þola ekki álagið en önnur taka saman og jafnvel sameinast fyrirtæki sem áður var búið að skipta upp. Það er margur að leggja ný plön og með hugmyndir, Íslendingar eiga gífurlega stórt samskipta net og þegar hægist um aftur í fallinu sem ríður yfir heimsbyggðina þá á þetta eftir að skila sér til okkar.
Ríkisstjórnin á sína óvina og margur heldur að hún þoli ekki álagið. Ríkisstjórnin hefur um annað að hugsa núna en splundra samstarfinu. Það reynir á og menn ekki alltaf sammála en núna fyrst sjá menn hvað hver hefur að geyma og ef eitthvað er þá styrkjast böndin sem aldrei fyrr. Einhver gefst upp og finnur sig knúinn til að leka út því sem gerist og sagt er í hita leiksins. Konurnar eru sterkar en ég sé mig knúna til að nefna að þjóðin verður að gefa Ingibjörg svigrúm til að jafna sig eftir veikindin. En eitthvað ástarbrölt kemur út úr þessari miklu vinnu og jafnvel má gera ráð fyrir að einhverjir skipti um flokk áður en kjörtímabili líkur.
Eftir fimm ár má búast við að við verðum farin að fara upp á við aftur, sumir halda eflaust að það verði fyrr og fari út í einhver ævintýri en það er heillavænst að staldra við og byggja þjóðfélagið upp hægt og öruggt heldur en ana út í sortann. Hver skal hugsa um sjálfan sig og hvað hann getur lagt að mörkum. Lítum okkur nær og hugsum um hvort annað.
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásta mín það er rétt hjá þér það þarf meira en 2 mánuði til að standa upp aftur Fallið var svo stórt
en við megum ekki gefast upp Kærleiksknús á þig Ásta mínRugludósin í fjöleignarblokkinni í vesurbænum
Ólöf Karlsdóttir, 27.10.2008 kl. 14:44
Góða nótt Ásta mín Rugludósin í vesturbænum
Ólöf Karlsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.