5.11.2008 | 06:41
Er kreppan ekki byrjuð??????
Eflaust er það svo að við erum nánast ekkert farin að finna fyrir kreppunni hér á landi. Við höldum það bara því það er talað um þessa kreppu út um allt og fjölmiðlar og aðrir hópar misstu sig. Einn daginn vöknum við og þá er kreppan komin. Hvað langan tíma við höfum í þessu millibils ástandi veit ég ekki en það á eftir að versna, versna, versna. Og enn hangir Íslenska mannskepna á því að hengja bakara fyrir smið. Ekki orð um það meira, ætla ekki að skrifa um pólitík í dag. En þó, " Davíð ég elska þig "
Hlustaði á viðtal í útvarpinu í gær við konu sem bjó í Finnlandi þegar kreppan skall á Finna rétt fyrir aldamótin 2000, þessi kona býr á Akureyri og heitir Sigurbjörg að mig minnir. Ég get ómögulega munað eða ætli ég hafi nokkuð vitað á hvaða útvarpsstöð þetta viðtal var. Þetta var mjög áhugavert viðtal og af hennar reynslu og upplifun þá er nákvæmlega það sama að gerast hér á landi og gerðist þar. Sama ferlið. Ég fékk má segja hnút í magann að hlusta á hana, á þetta virkilega eftir að verða svona hér. Verður gripið til þess hér á landi að hver skóladagur hjá börnum okkar hefst á því að þau fá hafragraut í skólanum á morgnanna líkt og gert var í Finnlandi því ástandið varð þannig þar að það varð matarskortur. Fólk átti ekki fyrir mat ........ það mátti sjá fyrrum vel stætt fólk leita í ruslatunnum nágranna eftir mat!!!!!!!!!
Ég var búin að andskotast allan daginn í gær í vinnunni sem aldrei fyrr, þegar ég er reið þá finnst mér best að koma orku minni frá mér. Aumingja Pólverjarnir fengu aðeins að finna á því... sorry þeir ætluðu að vera með einhver mótmæli, fattaði það svo sem ekki alveg en ég sprakk... ég geri það annars mjög sjaldan...... ég nennti ómögulega að taka þátt í einhverju bulli og vinna á mínus 4 þegar ég er í kasti. Held þeir hafi orðið hræddir við skassið hehehe sko ég er minnsta konan í bænum og margur misreiknar sig heldur betur á því. Ok mínir menn settu í fluggírinn og verða bara að taka þetta út seinna ef þeir verða þá ekki búnir að gleyma því.
Það sem olli kasti mínu í gær var það að vegna ástandsins í þjóðfélaginu þá er búið að fresta fyrirhuguðum framhaldsskóla í Ólafsfirði....... Helvíti......... ég er brjáluð. Samt er ég að reyna að skilja og vissi svo sem að öllu þessu yrðir slegið á frest. En samt .... þetta hefði getað verið komið lengra og verið tryggt. Ég er búin að vinna að þessu mörg undanfarin ár og þetta var komið nánast í höfn. Ég ætla að dæma bæjarfulltrúa fyrir að vera ofur hógværir og fyrri meirihluti var aumingjar og gerðu ekki neitt að viti í þessu máli. Mér er minnisstætt ferð sem ég, Ásgeir Logi frá Ólafsfirði Óli Kára og Skarphéðinn Guðmunds frá Siglufirði tókum okkur upp sem bæjarfulltrúar og fórum suður til Reykjavíkur að erindast í þessu máli. Það var ekki vel séð að við Ásgeir Logi færum þessa ferð en hvað átti að gera, ekki þýddi að sitja heima og bíða eftir að einhver kæmi til okkar líkt og þáverandi meirihluti gerði. Nei ég hef séð það að þú þarft að sækja það sem þú ætlar að fá. Í þessari ferð fengust fundir með ráðherrum, forsætisráðherra, og öðrum yfirmönnum sem við vildum ná tali af og takið eftir þessir fundir voru ekki bókaðir fyrir löngu. Og málið komst á skrið en því miður hafa núverandi bæjarfulltrúar verið haldnir ofurkurteisi og hógværð og ekki sótt nógu fast að ganga frá þessum málum. Ég ætla að skrifa þetta á okkur sjálf hér við utanverðan Eyjafjörð. Eftir hverju voruð þið að bíða????????????????????????????????????????????? Ég er drullufúl
En svona er þetta og ég er farin til Færeyja held ég bara
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Bjargarfrú.
Það er svolítið skondið með fyrirsögnina þína , því að fyrir nokkrum mánuðum sagði Geir skýrum orðum við landaslýð að KREPPAN VÆRI EKKI KOMIN og ég er alltaf að bíða eftir yfirlýingu Geirs hvenær hún sé komin!
Þetta með Finnana og át úr öskutunnum gæti gamanlaust skeð hér !
Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 06:52
Það er ekki spurning að þetta getur hæglega gerst hér og hvet ég fólk til að halda að sér höndum og ekki síst núna þegar jólin nálgast. Við getum ekki haldið jólin með þvílíku húllumhæ verslunartrippi og við höfum gert undanfarin ár. Veljum Íslenskt eins og kostur er og það er ekkert að því að fara í jólaköttinn.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 5.11.2008 kl. 07:17
Hvað ertu að gera fæla pólverja ræflana burt Ertu svo ekki góð við þá svona inn á milli hehe Kveðja Óla
Ólöf Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 17:26
Góða nótt Ásta mín Óla
Ólöf Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 23:20
Já kæra vinkona Ég hlustaði á þessa konu. það var ekki falleg mynd sem hún lýsti þegar hún bjó í Finnlandi um aldamótin við kreppuna í Finnlandi, en vonandi lærum við eitthvað af þeirri kreppu ef ekki og ylla fer hjá okkur þá sjáum við hér í Ólafsfirði hverir eru vel stæðir hér, og eru að leita í ruslatunnurnar okkar sem eru á aumingjabótunum. Hehehe.
Jón Hans, 6.11.2008 kl. 21:23
Ólöf mín, Pólverjarnir mínir voru búnir að gleyma gærdeginum í morgun, þannig að dagurinn lék við mig. Hitti einn Færeying í dag og spurði hann spörunum úr úbbbs,, um Færeyja og allt það. Mér er alvara sko.
Nonni ég verð með öryggismyndavél í gangi við mína tunnu til að missa örugglea ekki af hverjir róta í henni. Ég er þegar farin að líta í kringum mig.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:39
Kreppan hún er farin , nei hún er komin aftur,hún kemur og fer
Iss maður er hættur að skilja þetta allt saman
Maður er bara komin á haus en samt skilur maður ekki
Já færeyjar er örugglega fallegt land langa að skreppa þangað
Ásta mín góða nótt og sofðu rótt og dreymi þig fallega
Óla spiladós
Ólöf Karlsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:43
Hæ gott er að heyra að það eru fleiri brjálaðir en ég vegna skólans þetta lið sem að var í síðasta meirihluta og er rífandi kjaft út og suður matandi krókinn af einu og öllu sem að þeirra rassgati snýr það hefur ekki gert okkar bæjarfélagi neitt gagn heldur þvert á móti.
Best væri að senda það allt til Síberíu.
Ég kem með þér til Færeyjar lærði færeysku í einn vetur sko að lesa og skrifa ekki málið svo getum við fundið hann Varða frænda okkar sitjandi, syngjandi á einhverju húsþakinu. Sendi honum póst í gær og heldurðu að hann hafi ekki endursent hann.
egvania, 8.11.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.