Hólímólí ég er búin að setja upp Jólagardínurnar

Haldið að ég hafi ekki bara skellt upp Jólaeldhúsgardínunum, og þær einu sönnu.  Ég skal nefnilega segja ykkur að mínar Jólagardínur eru sko ekta.  Þetta eru gömlu gömlu gömlu hennar Ásgerðar systur en hún er nú svo nýungagjörn á jólagardínur að hún er örugglega búin að vera með 17 síðan þessar héngu uppi hjá henni.   En þessar eru Jólagardínurnar og alltaf jafn jólalegar og minna mig á systkinabörnin mín þegar þau voru börn. Reyndar finnst mér þau alltaf börn þessar elskur og alveg steinbit hvað drengirnir láta illa að stjórn móðursystur sinnar. 

Í dag átti að fara í vesturbæ Fjallabyggðar og funda vegna nýs aðalskipulags, en fundurinn sleginn af vegna slæmrar veðurspá seinna í dag.  Úfff hvað ég verð fegin þegar göngin okkar koma.Grin

En hér er bara jólalegt kominn snjór aftur yfir allt og núna er Hulda mín að spila svo fallega á gítarinn fyrir mömmu sína, aðeins að ná mér niður sko í jólastessinu hehe  

Sigurbjörg fór út í gær og von er á Mánaberg í dag, þannig að Finni mágur getur farið að jólast. Hann og Héðinn bróðir geta tekið jólasyrpu á Kleifunum.  Kissing  Það hefur dregið úr Kleifaferðum hjá mér, mikið að vinna og færðin ekki búin að vera góð.  En held þetta komi allt með nýju eldhúsinnréttingunni.  Það væri fínt að fá hana fyrir jól svo hægt væri að baka smá á Kleifunum bara upp á fílinginn.  

Held að mamma mín sé að komast í jólaskap eins og ávallt, hún er sú mest jólabrjálaðasta sem ég hef þekkt hehehehe usssss bakaði  fullt búr og kistur, skreitt og skrúbbað og hún gerði allt í einu. Maður hljóp á undan tuskum og sópum, hrærivélin í gangi og kökur í ofninum. Gott ef hún var ekki að prjóna, lesa og leysa krossgátu í leiðinni.  Elsku mamma mín orðin fjörgömul en mundi þó eftir að láta mig taka kökudallana með mér heim af Hornbrekku um daginn svo ég gæti fyllt á þá fyrir jólin.

Held áfram í jólatiltekt, dóttirin farin að æfa tónstigann held hún meini eitthvað með því finn alla vega taktinn. Var ég að sofna hmmmmm

Það held ég nú.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

 Ásta mín ekki benda á mig það var mágur þinn þessi elska.

 Hún mamma var sko jólabrjáluð og vel það alveg óð ég er viss um að hann Kári gæti stórgrætt ef að hann fengi hana til rannsóknar. Hann gæti glatt margan eiginmanninn ef honum tækist að finna bóluefni við þessu brjálæði.

Hættu að kalla þig móðirsystir og vittu hvort þeir verða þér ekki eftirlátari.

 Ekkert væl vegna veðurs þú færð göngin ekki fyrr með einhverju kvarti og kveini ekkert að veðri ég kom heim kl. 17. 30 og þá voru sjö sólar á lofti þið nenntuð ekki eins og það er góður matur í Allanum þar er sko fólk sem að kann að elda.

egvania, 26.11.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband