27.11.2008 | 22:08
Konukvöld í stórhríð
Sjá mátti Ólafsfirskar konur af öllum gerðum og stærðum spana í "Kaupfélagið" í kvöld þar sem Steini Sínu býður upp á konukvöld með alles. Ekki létu þær hríðarbyl né vetrarhörku halda sér heima enda margt í boði og fjörið mikið. Einhverjir voru á Rotary fundi og Kiwanis heimilið við hliðina á mér er uppljómað þannig að það er nóg um að vera í félagslífinu hér úti á hjara veraldar. Við erum byrjuð að vinna aftur á kvöldin hjá Jensen, Danirnir farnir að afgreiða vörur til Íslands aftur þannig að nú ætti vonandi allt að vera að komast í eðlilegt horf.
Við Kolur minn fórum nú bara á göngu á bryggjuna í kvöld, ég lét konukvöldið hjá Steina og Þórönnu í Kaupfélaginu fram hjá mér fara. Enda er ég orðin hálfgerður karlmaður held ég af vinnunni hjá Ásgeiri Loga þarna í Norlandia, meira að segja Pólskur karlmaður Samt er eitthvað að hressast upp á Íslendingana og bæst hafa við tveir knáir sveinar og ein blómarós, þannig að það er orðið kjaftafært á Íslensku í kaffistofunni.
Fór til Hófíar í gær hún varð óð og klippti af mér hárið..... omg það lenti nær allt á gólfinu, held hún sé að safna í værðarvoð handa Sigga í jólagjöf. Nú er ég skvísa eða þannig með nýjustu klippingu af stuttu hári.
Jón Þór búinn að vera í bænum með krakkana í dansi þannig að maður skellir sér á danssýningu á morgun. Búið að vera fjör á Bjargi að velja búninga í dansinn úlalalallala......
Allir út að moka á morgun, söfnum kröftum í nótt.
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásta mín fór í skólann í morgun og beint á mbl.is Og það er sko komið sannkallað vetrarveður hjá ykkur ,það var bara smá gola hér Það er gott að mæta aðeins fyrr svo maður geti stolist í mblKveðja Óla
Ólöf Karlsdóttir, 28.11.2008 kl. 01:00
Hlýjar kveðjur norður í snjóinn,eigðu góða helgi
Líney, 28.11.2008 kl. 14:08
Ólöf Karlsdóttir, 29.11.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.