30.11.2008 | 23:08
Jólalegt í Ólafsfirði
Held það verði ekki jólalegra en einmitt hér, stóru snjókornin eins og fiður og dúnmjúk mjöll yfir öllu. Jólaljósin að koma upp og friður yfir öllu. Það er eitthvað svo tært, ró og friður sem umlykur mann þegar maður gengur um bæinn á svona fallegu kvöldi.
Húsbóndinn fór á háaloftið í dag og tók niður nokkra kassa af jólaskrauti, alltaf bætist í safnið þótt ég sé löngu búin að setja stopp á að kaupa meira. En eitt og eitt læðist með í jólapökkum eða í skóinn. Það er að verða jólalegt hjá okkur Villi og dætur settu upp útijólaljósin í vikunni, Jólagardínurnar komnar upp og í dag kom aðventuljós og einhverjar jólaseríur. Oft merkilegt hvað maður getur afrekað yfir daginn þótt maður sé í hálfgerðu letikast. Stelpurnar og vinkonur fóru síðan upp á torg við Tjarnarborg þegar kveikt var á jólatrénu, eitthvað klikkaði með jólasveinana sem eru vanir að koma, urðu einhversstaðar fastir á heiðinni ægileg vonbrigði fyrir yngstu börnin. ÆÆÆÆ
Góða nótt.
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jólin jólin allstaðar
Líney, 3.12.2008 kl. 23:19
Það er líka komið upp jóladót hjá mér líka gardínur
Ólöf Karlsdóttir, 5.12.2008 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.