11.1.2009 | 23:16
Jólatréð fokið út um gluggann
Þá fékk fallega jólatréð okkar að fjúka út um gluggann á koníakstofunni í kvöld. Það átti nú að fá að standa eitthvað lengur en ræfillinn tók upp á því að halla ískyggilega og engu tauti við það komið. Mér finnst voða notalegt að hafa jólatréð eitthvað lengur uppi við ef það heldur sér vel. Taka af því jólaskrautið og njóta þess að hafa græna og ilmandi stafafuru inni hjá sér svona eitthvað þar til fer að birta. En það er víst búið þetta jólatrés tímabil núna.
Annars er búið að vera hálfgert jólastúss á mér um helgina, pakka niður jólaskrautinu og skoða hvern hlut vel og vandlega áður en hann fer niður í kassa til næstu jóla. Trekkja allar spiladósirnar og hlusta á hljóm þeirra einu sinni enn. Taka jafnvel upp úr kössum jólaskrautið sem fór ekki upp þessi jól, svona aðeins til að dást að því. Strauja dúka og setja niður í skúffu og Jólagardínurnar einu og sönnu fá alveg spes meðferð. Annars er það að segja að ég var að vandræðast með hvað ég ætti að setja núna upp fyrir eldhúsgluggann hjá mér, stóð á miðju gólfi og hugsaði til Steina míns og sagði honum að nú vantaði mig einhverjar hugmyndir hjá honum. Ekki að spyrja að því ég varð bara eins og stormsveipur og áður en ég vissi af var glugginn hjá mér orðin alveg gasalega smart. Enda varð húsbóndanum að orði þegar hann leit dýrðina augum " Þetta minnir mig á Steina"
Einhver jólaljós eru eftir í gluggum og á utan á húsinu og fá að lifa eitthvað áfram, alla vega þar til kemur betra veður þarna úti. Gott að fá smávegis snjó og vetur svona á þessum tíma, ekkert að því. Ætluðum inn á Hrafnagil í gær, stelpurnar ætluðu á frjálsíþróttamót, en við vöknuðum við Ólafsfirskan hríðarbyl svo varla sá milli húsa og alls ekki upp á brekku. Við vorum því bara heima og Múlinn lokaðist vegna sjóflóðs en það er svo sem ekkert nýtt.
Held ég nenni ekki að skrifa um ástandið í stjórnmálum og úti í heimi, sýnist nógu margir blogga um það og alltaf finnur maður einhverja samsvörum í einhverju hjá einhverjum, eða þannig sko. Ég hef það ágætt og þakka fyrir það á hverjum degi.
Gleðilegt ár, spái fyrir komandi ári seinna eða þegar ég er í stuði
Kveðja Ásta
P.s. Vitið hvað??? Hehehe nú er ég undir dulnefni Það kannast enginn við Snjólaugu, nema kannski hann Þórir kennari man að hann kallaði mig þetta alltaf hér forðum daga í skólanum, efast um að hann lesi bloggið hjá Bjargfrúnni. Þannig að hér eftir get ég látið allt flakka ef mér sýnist.
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 30208
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já min bara með koníakstofu, takk fyrir, ég var nu ekki með jolatre í ár, var svo litið heima. Heiða og fam eru að koma um næstu helgi og verður það bara yndislegt, ætli hun taki ekki törn og hjálpi mer aðeins með þrif á eldhusinu ef ég þekki hana rett, altaf svo góð við mömmu sina. Eigðu góðan dag Asta mín, skilaðu kveðju
Kristín Gunnarsdóttir, 12.1.2009 kl. 07:36
Valdís mér þykir alltaf páskarnir meiri hátíð en jólin maður nær því líka að slappa af og finna sjálfan sig í trúnni á páskadögum.
Stína þú ættir að kíkja næst í koníaksstofuna hjá mér hehe voða munur að hafa soleiðis En ég missti alveg af hvert þú ert að flytja?
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 12.1.2009 kl. 18:55
JÉHÉ, koníaksstofan heh, aldrei hef ég fengið svo sem einn sopa af koníaki í þessari stofu og mun hún vera um 12 ára gömul, blessuð Stína þetta lið á aldrei neitt almennilegt að drekka í mesta lagi nes kaffi.
Ekki er ég hissa á því að jólagluggatjöldin fái sér meðferð þau eru frá mér.
egvania, 12.1.2009 kl. 21:13
Ásgerður er svo gráðug að hún drekkur alltaf koníakið við eldhúsborðir, kemst aldrei með það inn í koníaksstofuna.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 13.1.2009 kl. 20:11
Ég er bara að flytja innan Vejle til að byrja með
Kristín Gunnarsdóttir, 14.1.2009 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.