22.2.2009 | 12:32
Hvað með tímann og vinnu hans
Ég er að hugsa hann og hvern dag ..lífið heldur áfram. Ægilega er ég sinnulaus um ástandið á landinu. Ég nenni ekki einu sinni að lesa fréttir lengur og er komin með meira en nóg af krepputali, held ég sé ekki ein um það því þegar ég renni augunum yfir forsíður eða það sem er helst í fréttum þá er augljóst að fjölmiðlamenn eru sama sinnis. Jafnvel Harðaræskan er hætt að nenna að hafa sig út til að mæta á Austurvöll og glamra þar svolítið saman. Ekki liggja allir undir sæng og bíða að sólin komi upp. Held frekar að hver finni sína sól í hjarta sínu og með sinni fjölskyldu og vinum.
Samt má lesa í gegn hvað margur er í molum og hættur að trúa á sjálfan sig og sína þjóð. Ekki eru þingmenn og fjárglæframenn þjóðin okkar, en samt hluti af henni. Mér finnst svo undarlegt að við sem vorum svo hamingjusöm og stolt af öllu vel menntaða fólkinu okkar, virðumst vera skar núna með sjálfstraust í molum. Því er kallað á að einhverjir útlendingar utan úr heimi komi og kanni okkar mál. Finnst okkur við ekki hafa frambærilegt fólk til þess. Nú má lesa að sérfræðingar þessir kláru menn úti í heimi standa á gati og áttu alls ekki von á alheimskreppu. Stundum höldum við að allt sé betra hinu megin við lækinn og aðrir hafi meira vit og gáfur en maður sjálfur. Treystum okkur sjálfum og byggjum upp innan frá. Það er heillvænst, við þekkjum okkur líka best sjálf. Sumir segja að "Glöggt sé gestsaugað" mikið til í því en oft er "Úlfur í sauðgæru" gesturinn.
Ég velti fyrir mér misvísandi vangaveltum hagfræðinga og þeirra sem tjá sig um málið, margar eru hliðarnar og hægt að velta sér upp úr því endalaust. Spurning hvort ætti ekki að kast upp á hvaða leið á að fara.. örugglega ekkert verri lausn en hver önnur. Það er ljóst að allir leita þess sama, halda áfram og halda sér á floti.
Svona dett ég niður í hugsanir, er að gúffa í mig heimabökuðum döðlutoppum sem ég fékk í Konudagsgjöf frá eiginmanni og dætrum. Skellti inn myndum af gjöfinni sem gladdi mig meira en hefði ég fengið til eignar öll töpuð hlutabréf landsmanna.
Hafið góðan dag kæru vinir
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að tala endalaust um það sama getur verið þreytandi og þegar málefnið er ekki upplífgandi, er ekki nema von að fólk loki bara augum og eyrum, alla vegana um stund.
Eitt langar mig þó að tala um hér og það er nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána og kosningareglurnar. Ég er viss um að skílt verk mun skila sér í bættum stjórnarháttum innan ekki langs tíma. Ef þú hefur ekki nú þegar skoðað vefsíðuna sem vísað er á hér að neðan, þá bið ég þig að gera það þegar þú lest þetta viðhengi.
Skorum á stjórnvöld að efna til stjórnlagaþings um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna.
Burt með gamaldags flokkaveldi.Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2009 kl. 13:37
Fríða heldurð að ég sé fífl?
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 22.2.2009 kl. 13:45
Halló systir.
Mikið er fallegt borðið þitt dúkur frá Nígeríu, túlípanar í vasanum og svo gjöfin frá þínum sem elska þig meira en nokkur annar. ( fyrir utan mig þú ert mín )
Ég er svo sannarlega á sama máli og þú þetta endalausa krepputal fréttir, dag eftir dag alltaf það sama og svo þessi kona sem talar niður til þín án þess að þekkja þig, dæmir án þess að vita nokkuð um þitt líf.
Ef satt skal segja þá þoli ég ekki svona kerlingarnöldur og er nú ekki vön að láta mig pirrast yfir bloggurum og svara, aftur og aftur ef haldið er áfram.
Ásta mín ég þekki þig og veit hvers þú ert megnuð og það vita líka þeir sem þekkja þig.
Kveðja til ykkar frá mér he, he er ég ekki hátíðleg núna.
egvania, 22.2.2009 kl. 16:05
Hjartanlega sammála þér Snjólaug. Hinn daglegi veruleiki sem haldið er að okkur í fréttum er ekki endilega sá rétti og svo sannarlega ekki sá eini sem er í boði. Við höfum valið.
Ef við komumst ekki framhjá þeim sannleika sem haldið er að okkur í fjölmiðlum þá látum við þá ráðskast með okkur.
Mikið betra er að njóta dagsins. Því eins og Gandhi benti á þá er "dagurinn í dag morgunndagurinn sem þú hafðir áhyggjur af í gær. Var það þess virði".
Magnús Sigurðsson, 22.2.2009 kl. 16:54
Snjólaug.
Það dettur mér ekki í hug og mér finnst skrif þín ekki benda til þess. En þú getur veriðá annarri skoðun en ég og það hefur ekkert með fíflaskap að gera. Ekki var það ætlun mín að móðga þig í fyrstu færslu, en ef svo hefur farið, þá biðst ég afsökunnar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 00:29
Ja, hérna og þessi sandkassa leikur er ekki á mínu bloggi
Vill einhver fá skóflu lánaða hjá mér
Magnús ég bíð þér í kaffi með Ástu við getum sko átt skemmtilega stund án krepputuðs.
egvania, 23.2.2009 kl. 01:30
Þér er fyrirgefið Hólmfríður, hjartanlega velkomin á mitt blogg
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 23.2.2009 kl. 16:30
Allt í góðu, sömuleiðis
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 17:32
Æi,þið þurfið þá ekki skóflurnar, nota þær sjálf við tækifæri
egvania, 23.2.2009 kl. 22:16
Ég er hrifnust af Davíð á köflóttu brókinni.En hann byrjaði illa fannst mér en endaði vel .
Kveðja Óla
Ásgerður mín ég kem bara norður og við förum í sandkassann ég keypti mér skóflu um daginn ????
segi ekki í hvað
Ólöf Karlsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:33
Yndislegt alveg
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 25.2.2009 kl. 20:23
Góða nótt systir.
Óla mín ég setti mitt blogg í vetrarbúning þú getur komið og mokað fyrir okkur systur.
egvania, 25.2.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.