Stundum gerist allt og stundum ekki neitt

Stundum er minna meira en ekki neitt og stundum er meira nánast minna en ekkert.  Þannig finnst mér þetta vera hér núna. Það gerist ekki neitt, eða er það misskilningur er allt að gerast.  Tíminn líður, eins og það sé eitthvað nýtt, og við stöndum í stað.  Eflaust er lífið þannig best, stendur í föstum skorðum  ( kreppuástand getur alveg orðið fastar skorður)  og þá lærir maður að lifa með því og finna sér nýjan farveg. 

Kannski hugsa ég einmitt núna hvað ég ætli að gera næst, nei ég bíð eitthvað lengur, einn mánuð í einu og allt í einu er kominn október aftur. Hvernig verðum við þá...  hef ekki trú á að í október verði orðið nokkuð skárra hér. Þá höldum við áfram, eða hvað ? ekki dettum við öll dauð niður.

En eitt er ég þó að velta fyrir mér og ég bíð........ Hvenær ætlar ríkisstjórnin að segja fólkinu í landinu að það eru engir peningar til og það verður ekkert gert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það verður ekki fyrr en 26.apríl sem ríkisstjórnin segir sannleikann.  En sumarið verður gott og þá er nú gott að hafa kreppu og rólegheit.

Magnús Sigurðsson, 6.4.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ansi er ég hrædd um að ekkert verði sagt fyrr en eftir kosningar

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 7.4.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

ÉG féll ekki í neina gryfju. Allt er geymt en ekki gleymt. Þú ert búin að segja nóg til að málsókn geti hafist. Farðu svo varlegar í glasið. Það tæmist oft ansi fljótt.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.4.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sannaðu til, virðulega Bjargfrú: aðgerðaleysi þessa fólks mun reynast okkur betur en aðgerðir þeirra.

Baldur Hermannsson, 8.4.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þarna fer Baldur snyrtilega með sannleikann.  Stjórnmálamenn hafa nefnilega sjaldnast leyst vandamál þeir hafa verið ötulir við að búa þau til, því þeim er fyrirmunað að taka á orsökunum þeir prjóna alltaf við afleiðingarnar.   Það er tæknin, hugvit fólksins, sem leysir vandamál.

Við skulum vona að stjórnmálamenn taki sér gott sumarfrí.  Því eins og við munum var allt í himnalagi þangað til þeir komu til starfa eftir fríið langa í október síðastliðinn.

Magnús Sigurðsson, 8.4.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband