18.8.2009 | 11:52
Sól í hjarta
Núna skín blessuð sólin á mig, verð að segja að ekki höfum við hér í Ólafsfirði fengið mikið af henni í sumar. En svona er þetta stundum, síðasta sumar baðaði þessi elska okkur í sjálfri sér alla daga þannig að okkar úthlutun hefur eflaust verið yfir mörk það árið. Eða hvað??? Er hægt að fá of mikið af góðu sumri? En fyrst að sólin hefur verið spör á geisla sína á mig í sumar þá sendi ég henni hjartasól á móti og spara það ekki.
Skrapp til Hornafjarðar á MÍ með dæturnar og var ljúft að koma á Höfn aftur eftir svona mörg ár (yfir tuttugu ár ussss ekki orð um hvað ég er orðin gömul) . Þarna átti ég mína sælu daga forðum, reyndar í slorinu hjá KASK hehe en það var gaman að vera ungur og ástfangin og lífið var dásamlegt. Takk fyrir að vera til Höfn
Það sem mér fannst eftirtektarvert á Höfn er hvað tekist hefur vel við að þétta byggðina. Það vill oft verða svo að sveitarfélög taka yfirleitt nýtt land undir nýbyggingar og eldri byggðarkjarnarnir verða hálf götóttir og fá ekki eins mikla umhugsun. Gaman að sjá hvað Höfn er orðin vistlegur byggðarkjarni og tekist vel til. Nú langar mig þangað aftur og stoppa lengur Þetta er eins og að fara í nammibindindi einn súkkulaðimoli og þú ert fallin hehe
Fórum og könnuðum berjalandið aðeins í gærkveldi, allt fullt af berjum og verð að haska mér af stað í berjamó eftir hádegi. Elska krækiber nammi nammi
Er í sumarfríi og hugsa að ég láti það ná til jóla, eða ætti ég að skreppa í nokkra daga í vinnu til að fá jólafrí.
Hafið góðan dag elskurnar
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu það sem best í sumarfríinu. Ertu nokkuð að fara að brugga berjavín?
Björn Birgisson, 18.8.2009 kl. 13:06
Það gæti vel verið að ég gerði tilraun með berjavín. Skrapp áðan í ber og tíndi slatta, þá kom hellidemba hehehe svo ég hljóp heim í kaffi.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 18.8.2009 kl. 14:25
Þau vaxa núna berin hjá okkur, svo fer Gísli minn og týnir maður verður að hafa ber í grautinn í vetur.
Dóra og englarnir mínir á laugum eru búnar að týna fullt af bláberjum og þær frystu þau svo ég á í deserta í vetur.
Kveðja til þín Ásta mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2009 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.