Lįta hugann reika

Stundum eša oftast ętla ég aš segja, erum viš bundin meš hugann viš fortķšina. Žaš er eflaust ekkert skrķtiš žar sem viš erum žess megn aš geta upplifaš lišna atburši ķ huga okkar aftur og aftur, hvort sem okkur lķkar žeir vel eša illa.  Stundum verš ég hrygg žegar ég hugsa til baka, jafnvel žótt žaš sé um glešilegan atburš aš ręša sem fyllti lķf mitt hlįtri og vellķšan mešan atburšurinn var į lķšandi degi. Oftast į žessi hryggš rętur aš rekja til žess aš ég veit aš žetta kemur aldrei aftur, ekki svo aš žaš skipti mįli   - en samt.  Ég er ferlega haldin ķ žaš lišna og verš t.d. ęgilega viškvęm į gamlįrskvöld, tala nś ekki um žegar "Nś įriš er lišiš ķ aldanna skaut, og  aldrei žaš kemur til baka" hljómar um stofuna. 

Ķ dag er einmitt svona dagur, žaš er veriš aš jaršsyngja mann sem ég sį įšur oft ķ viku og spjallaši viš annaš slagiš. Žį fór ég aš hugsa um alla hina sem farnir eru śr litla samfélaginu okkar og fann söknušinn banka į dyr.  Fašir minn og žessi mašur voru miklir félagar žegar žeir voru ungir, létu mynda sig saman į ljósmyndastofu og man ég hvaš pabba žótti vęnt um žessa mynd sem hann hafši uppi viš į skrifstofunni hjį sér.  Į myndinni eru žeir svo glašir, eflaust hafa žeir lķka hugsaš um fortķšina og saknaš ķ hjarta sér žess lišna en bįšir böršust įfram af elju og heišarleika til aš skapa sér og sķnum bjarta framtķš.  Lķf žeirra varš hamingjurķkt og farsęlt og bįšir komust vel til efri įra, kunnu aš glešjast į lķšandi stundu og  žaš mikilvęgasta - aš gefa sér tķma til spjalls og sögustunda meš fjölskyldu og vinum.

  Ekki gleyma aš njóta stundarinnar kęru vinir.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sęl Snjólaug.

Žaš slęr alla įvalt į lķkan hįtt žegar eihver śr kunningja eša vinahóp kvešur žennan heim. Viš slķk tękifęri er mašur minntur į aš eigin dauši er ekki ašeins žaš eina sem hęgt er aš reiša sig į ķ žessum heimi, heldur einnig žaš aš žessi stašreynd er ašeins handan viš horniš.

Žaš aš njóta hinnar eilķfu lķšandi stundar er ķ raun aš lifa lķfinu. Lķfiš į sér hvergi annars stašar staš en akkśrat nśna.

Žaš er įvallt ašeins žessi hjartslįttur sem heldur ķ okkur lķfinu - ekki žeir lišnu, og ekki žeir óoršnu sem koma mįske aldrei.

Aš lįta hugann reika er skemmtileg tómstundaišja. Önnur skemmtileg lķfsreynsla er aš fylgjast meš hugsunum sķnum eiga sér staš. Žaš er svolķtiš skrķtiš aš gera sér ljóst aš žaš sé hęgt aš fylgjast meš hugsunum sķnum. Ef žaš tekst er best aš fella ekki į žęr dóma žvķ žį rofnar įstandiš og viškomandi hugsun tekur viš sem rįšandi.

Getur žś fylgst svona meš hugsunum žķnum?

Ef svo er, hver er žaš žį sem fylgist meš žeim?

Kęr kvešja,

Greppur Torfason (IP-tala skrįš) 3.10.2009 kl. 15:36

2 Smįmynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Takk fyrir heimsóknina Kristinn Örn

Žaš er einmitt svona  stund  nśna sem tilvališ er aš lįta hugann reika. Nśna snjóar fyrir utan hjį mér og snjókornin eru eins og fišur sem dettur śr loftinu. Ég leik mér viš aš lįta hugann festast viš snjókorn sem ég kem auga į langt fyrir ofan hśsžakiš į nęsta hśsi - og fylgi žvķ alveg nišur į jöršina.  Hugsa ekki um neitt į mešan nema žetta eina snjókorn - ótrślegt hvaš ég nę sambandi viš snjókorniš og svķf meš žvķ til jaršar. Fer aftur upp og vel annaš sjókorn og koll af kolli.  Žegar ég loks hętti žessum leik žį er mér oršiš létt į sįlinni og uppgötva žaš einu sinni enn ( alltaf jafn hissa) hvaš žaš er gott aš losa sig um stund frį eigin huga.

Žaš er leikni aš nį valdi į eigin huga 

Einhver sagši aš ef žś getur lesiš hugsanir annarra žį ertu bśin aš finna žér ęvarandi óvin.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 3.10.2009 kl. 16:12

3 Smįmynd: Björn Birgisson

Falleg fęrsla. Takk fyrir.

Björn Birgisson, 3.10.2009 kl. 17:36

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Jan. 2025
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband