5.10.2009 | 00:18
Skál úr brotnu gleri
Einhvern tímann, það var í framtíðinni að ég sá þessa skál. Það er svo langt þangað til að að ég sá hana að mér er ómögulegt að sjá brot lita hennar nema loka aftur augunum og einbeita mér mjög að þessum tíma. Þessi skál er falleg - meira en það hún er fögur - ekki bara fögur á að líta - heldur fögur jafnt utan sem innan. Ég var heilluð af þessari skál, gat ekki slitið augun af henni og fann fyrir nánast sjúklegri þörf fyrir að snerta hana og fá að líta yfir barma hennar til að kanna hvað leyndist í svona fallegri skál. Borðið sem hún skreytti var voldugt en þó undarlega fyrirferða lítið þar sem það stóð á sjó og landi.... Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvort var og ekki að það væri aðalatriðið. Hugurinn var hjá skálinni, þessum dýrgrip sem púslað var saman úr þúsundum glerbrota, glerbrota sem rötuðu hvert á sinn stað í þögninni. Það var þögnin - þegar þögnin komst á þá fundu brotin hvort annað.
Síðan brosi ég þegar ég minnist skálarinnar úr brotnu gleri því ég hef aldrei séð neitt fegurra en gimsteinana sem hún geymir.
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skálin er innan seilingar. Það er hugur okkar sem skapar verleikann sem við lifum. Þess vegna er svo mikilvægt að dreyma góða drauma. Hold on to your dream.
Magnús Sigurðsson, 5.10.2009 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.