6.10.2009 | 00:28
Að sóla sig í haustinu
Maður getur orðið ferlega pirraður á að hanga inni dag eftir dag undirlagður að Svínapestinni. Þannig að ég brá á það ráð að létta mér blessaða lundina hérna rétt upp úr hádeginu. Þegar sólin skein allt um kring þá getur maður ekki annað en glaðst, svo ég skyldi í sólbað og hafa það reglulega gott og ná þessari lumbru úr mér hið snarasta. Með það hentist ég í Búlgaríu bikníð , náði í strandhandklæðið, sólarvörn, útvarp og snaraðist í að taka mig til svo ég kæmist út í sólina.
Þar sem ég storma út um neðridyrnar með allt mitt hafurtask veit ég ekki fyrr en ég stend upp í miðja kálfa í snjó brrrrr ekkert smá norðangjóla sem blæs fyrir hornið. Ég inn aftur bölvandi og ragnandi þar sem ég stappa af mér snjónum, í öllum æsingnum við að komast út þá hafði ég litið burt frá þessum snjó þarna úti og hent dagatalinu niður í skúffu.
En þar sem ég var komin í þvílíkt stuð þá smellti ég mér í sólbað á stofugólfinu fyrir innan gluggann, þar var líka dúndur hiti og stafalogn.
Með krækiberjakokteil í flottu glasi, bláan Capri ( áður en Steingrímur hækkar hann sko) Moggann undir stjórn nýja ritsjórans, ný tekið slátur og dúndrandi sólarsömbu átti ég ágætis dag og er bara allt önnur af pestinni.
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að við séum að fara á Kanarí í febrúar! Ég, þú, frú Ingibjörg og allir þínir fylginautar. Skuggalega hlakka ég til!
Björn Birgisson, 6.10.2009 kl. 00:50
Við verðum örugglega í boði einhvers, finn það alveg á mér úlalalalallalalala
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.10.2009 kl. 01:06
"Við verðum örugglega í boði einhvers"
Svolítið 2007, er það ekki? Ertu ekki með einhverja pínu í bauknum? Taxann á hótelið borgar Björn. Visa/ vers. Að og frá. Kannski nokkra Irish líka? Hvenær verður þessi brottför?
Björn Birgisson, 6.10.2009 kl. 01:17
Það má alltaf finna einhverja ónotaða tíkalla. Hef það fyrir satt að það verði brunaútsala á öllum utanlandsferðum sem búið er að fastsetja fyrstu mánuði eftir jól. Þannig að grípa gæsina.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.10.2009 kl. 01:32
Bara að kvitta fyrir innliti ,Kveðja Óla.
Ólöf Karlsdóttir, 6.10.2009 kl. 23:15
Takk Óla mín
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.10.2009 kl. 23:57
Þú ert óborganlegur grínisti.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2009 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.