Að sóla sig í haustinu

Maður getur orðið ferlega pirraður á að hanga inni dag eftir dag undirlagður að Svínapestinni.Crying  Þannig að ég brá á það ráð að létta mér blessaða lundina hérna rétt upp úr hádeginu. Þegar sólin skein allt um kring þá getur maður ekki annað en glaðst, svo ég skyldi í sólbað og hafa það reglulega gott og ná þessari lumbru úr mér hið snarasta. Með það hentist ég í Búlgaríu bikníð , náði í strandhandklæðið, sólarvörn, útvarp og snaraðist í að taka mig til svo ég kæmist út í sólina.

  Þar sem ég storma út um neðridyrnar með allt mitt hafurtask veit ég ekki fyrr en ég stend upp í miðja kálfa í snjó brrrrr ekkert smá norðangjóla sem blæs fyrir hornið.  Ég inn aftur bölvandi og ragnandi þar sem ég  stappa af mér snjónum, í öllum æsingnum við að komast út þá hafði ég litið burt frá þessum snjó þarna úti og hent dagatalinu niður í skúffu.

En þar sem ég var komin í þvílíkt stuð þá smellti ég mér í sólbað á stofugólfinu fyrir innan gluggann, þar var líka dúndur hiti og stafalogn.

Með krækiberjakokteil í flottu glasi, bláan Capri ( áður en Steingrímur hækkar hann sko) Moggann undir stjórn nýja ritsjórans, ný tekið slátur og dúndrandi sólarsömbu átti ég ágætis dag og er bara allt önnur af pestinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Ég held að við séum að fara á Kanarí í febrúar! Ég, þú, frú Ingibjörg og allir þínir fylginautar. Skuggalega hlakka ég til!

Björn Birgisson, 6.10.2009 kl. 00:50

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Við verðum örugglega í boði einhvers, finn það alveg á mér úlalalalallalalala

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.10.2009 kl. 01:06

3 Smámynd: Björn Birgisson

"Við verðum örugglega í boði einhvers"

Svolítið 2007, er það ekki? Ertu ekki með einhverja pínu í bauknum? Taxann á hótelið borgar Björn. Visa/ vers.  Að og frá. Kannski nokkra Irish líka? Hvenær verður þessi brottför?

Björn Birgisson, 6.10.2009 kl. 01:17

4 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Það má alltaf finna einhverja ónotaða tíkalla. Hef það fyrir satt að það verði brunaútsala á öllum utanlandsferðum sem búið er að fastsetja fyrstu mánuði eftir jól.  Þannig að grípa gæsina.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.10.2009 kl. 01:32

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Bara að kvitta fyrir innliti ,Kveðja Óla.

Ólöf Karlsdóttir, 6.10.2009 kl. 23:15

6 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Takk Óla mín

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 6.10.2009 kl. 23:57

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert óborganlegur grínisti.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband