8.10.2009 | 00:14
Hvaða dagur er í dag?
Ég held stundum að það býtti engu hvaða dagur er þegar maður les fréttirnar hér á vefnum, alltaf skal verið að jagast í sömu tuggunum og bloggið maður púfffffff mér finnst hálf andlausir bloggarar sem þurfa að blogga sig við hverja frétt.
Stundum hugsa ég með mér að tjá mig við einhverja frétt - svona rétt til að hífa upp hjá mér lesninguna - þið skiljið en almáttugur ég tjáði mig um þetta við fréttirnar í fyrra og sé ekki ástæðu til að tjá mig neitt meira um það.
En að öðru - veðrið hefur skánað heldur á köflum hér á hjara veraldar, úrkoman í grennd hefur fært sig eilítið til vesturs og mesta nepjan hefur sagt skilið við frosinn hor í nös bæjarbúa sem létu sig hafa það að arka til vinnu og skóla árla morguns liðinna daga.
Heilsufar - Ólafsfirðingar leggjast í hrönnum í pestir á haustdögum og ef vel lofar er hægt að liggja í bælinu fram til aðventu.
Ýmsir viðburðir leggjast okkur til á næstunni og að sjálfsögðu löngu búið að leggja í fyrir fyrsta vetrardag sem verður tekinn með stæl, líkt og forverar sínir.
Menning og listir í hámælum og spennuþátturinn Barbie town að slá öll sýningarmet
Góðar stundir vinir
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"............að liggja í bælinu fram til aðventu."
Ekki gleyma að fara í bókasafnið!
Björn Birgisson, 8.10.2009 kl. 09:34
Svo er það blessuð svínaflensan fyrir þá sem vilja nýta sér hana. Hvílík himnasending, bara láta ekki sóttvarnalækni og lyfjaiðnaðinn hafa sig að fífli.
Magnús Sigurðsson, 8.10.2009 kl. 12:11
Björn hér er fínt bókasafn ég allir geta fundið eitthvað fyrir sig, en hér er engin vídeóleiga og það er hálf miður.
Magnús þetta Svínaflensutal er ekkert nema það sem lyfjaiðnaðurinn kemur af stað. Held að fólk sé að sjá i gegn um þetta.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 8.10.2009 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.