Færsluflokkur: Dægurmál
12.4.2010 | 10:42
Ertu að meina það???
Varla þarf 6000 þúsund blaðsíður, fleiri mánaða vinnu með fjölda manns á ofurlaunum til að komast að þessari niðurstöðu.
Réttið upp hönd sem vissuð þetta
Ör vöxtur bankanna orsökin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2009 | 00:14
Hvaða dagur er í dag?
Ég held stundum að það býtti engu hvaða dagur er þegar maður les fréttirnar hér á vefnum, alltaf skal verið að jagast í sömu tuggunum og bloggið maður púfffffff mér finnst hálf andlausir bloggarar sem þurfa að blogga sig við hverja frétt.
Stundum hugsa ég með mér að tjá mig við einhverja frétt - svona rétt til að hífa upp hjá mér lesninguna - þið skiljið en almáttugur ég tjáði mig um þetta við fréttirnar í fyrra og sé ekki ástæðu til að tjá mig neitt meira um það.
En að öðru - veðrið hefur skánað heldur á köflum hér á hjara veraldar, úrkoman í grennd hefur fært sig eilítið til vesturs og mesta nepjan hefur sagt skilið við frosinn hor í nös bæjarbúa sem létu sig hafa það að arka til vinnu og skóla árla morguns liðinna daga.
Heilsufar - Ólafsfirðingar leggjast í hrönnum í pestir á haustdögum og ef vel lofar er hægt að liggja í bælinu fram til aðventu.
Ýmsir viðburðir leggjast okkur til á næstunni og að sjálfsögðu löngu búið að leggja í fyrir fyrsta vetrardag sem verður tekinn með stæl, líkt og forverar sínir.
Menning og listir í hámælum og spennuþátturinn Barbie town að slá öll sýningarmet
Góðar stundir vinir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2009 | 00:28
Að sóla sig í haustinu
Maður getur orðið ferlega pirraður á að hanga inni dag eftir dag undirlagður að Svínapestinni. Þannig að ég brá á það ráð að létta mér blessaða lundina hérna rétt upp úr hádeginu. Þegar sólin skein allt um kring þá getur maður ekki annað en glaðst, svo ég skyldi í sólbað og hafa það reglulega gott og ná þessari lumbru úr mér hið snarasta. Með það hentist ég í Búlgaríu bikníð , náði í strandhandklæðið, sólarvörn, útvarp og snaraðist í að taka mig til svo ég kæmist út í sólina.
Þar sem ég storma út um neðridyrnar með allt mitt hafurtask veit ég ekki fyrr en ég stend upp í miðja kálfa í snjó brrrrr ekkert smá norðangjóla sem blæs fyrir hornið. Ég inn aftur bölvandi og ragnandi þar sem ég stappa af mér snjónum, í öllum æsingnum við að komast út þá hafði ég litið burt frá þessum snjó þarna úti og hent dagatalinu niður í skúffu.
En þar sem ég var komin í þvílíkt stuð þá smellti ég mér í sólbað á stofugólfinu fyrir innan gluggann, þar var líka dúndur hiti og stafalogn.
Með krækiberjakokteil í flottu glasi, bláan Capri ( áður en Steingrímur hækkar hann sko) Moggann undir stjórn nýja ritsjórans, ný tekið slátur og dúndrandi sólarsömbu átti ég ágætis dag og er bara allt önnur af pestinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.10.2009 | 00:18
Skál úr brotnu gleri
Einhvern tímann, það var í framtíðinni að ég sá þessa skál. Það er svo langt þangað til að að ég sá hana að mér er ómögulegt að sjá brot lita hennar nema loka aftur augunum og einbeita mér mjög að þessum tíma. Þessi skál er falleg - meira en það hún er fögur - ekki bara fögur á að líta - heldur fögur jafnt utan sem innan. Ég var heilluð af þessari skál, gat ekki slitið augun af henni og fann fyrir nánast sjúklegri þörf fyrir að snerta hana og fá að líta yfir barma hennar til að kanna hvað leyndist í svona fallegri skál. Borðið sem hún skreytti var voldugt en þó undarlega fyrirferða lítið þar sem það stóð á sjó og landi.... Ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvort var og ekki að það væri aðalatriðið. Hugurinn var hjá skálinni, þessum dýrgrip sem púslað var saman úr þúsundum glerbrota, glerbrota sem rötuðu hvert á sinn stað í þögninni. Það var þögnin - þegar þögnin komst á þá fundu brotin hvort annað.
Síðan brosi ég þegar ég minnist skálarinnar úr brotnu gleri því ég hef aldrei séð neitt fegurra en gimsteinana sem hún geymir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.10.2009 | 15:12
Láta hugann reika
Stundum eða oftast ætla ég að segja, erum við bundin með hugann við fortíðina. Það er eflaust ekkert skrítið þar sem við erum þess megn að geta upplifað liðna atburði í huga okkar aftur og aftur, hvort sem okkur líkar þeir vel eða illa. Stundum verð ég hrygg þegar ég hugsa til baka, jafnvel þótt það sé um gleðilegan atburð að ræða sem fyllti líf mitt hlátri og vellíðan meðan atburðurinn var á líðandi degi. Oftast á þessi hryggð rætur að rekja til þess að ég veit að þetta kemur aldrei aftur, ekki svo að það skipti máli - en samt. Ég er ferlega haldin í það liðna og verð t.d. ægilega viðkvæm á gamlárskvöld, tala nú ekki um þegar "Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka" hljómar um stofuna.
Í dag er einmitt svona dagur, það er verið að jarðsyngja mann sem ég sá áður oft í viku og spjallaði við annað slagið. Þá fór ég að hugsa um alla hina sem farnir eru úr litla samfélaginu okkar og fann söknuðinn banka á dyr. Faðir minn og þessi maður voru miklir félagar þegar þeir voru ungir, létu mynda sig saman á ljósmyndastofu og man ég hvað pabba þótti vænt um þessa mynd sem hann hafði uppi við á skrifstofunni hjá sér. Á myndinni eru þeir svo glaðir, eflaust hafa þeir líka hugsað um fortíðina og saknað í hjarta sér þess liðna en báðir börðust áfram af elju og heiðarleika til að skapa sér og sínum bjarta framtíð. Líf þeirra varð hamingjuríkt og farsælt og báðir komust vel til efri ára, kunnu að gleðjast á líðandi stundu og það mikilvægasta - að gefa sér tíma til spjalls og sögustunda með fjölskyldu og vinum.
Ekki gleyma að njóta stundarinnar kæru vinir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2009 | 11:28
Og enga tölvustæla
Ég ætla rétt að vona að Steingrímur hafi vit á að vera ekkert að opna tölvuna í fluginu.
Annars við þá frétt hehe ég hefði aldrei minnst á að ég væri svo illa upp alin að ég læsi annarra einkamál.
En að öðru, óskum kallinum góðrar ferðar
Steingrímur til Tyrklands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2009 | 23:32
23.31 tikk, takk tíminn líður
Tikk,takk þú verður að vera viss. Einhverra hluta vegna er staðan ekki pottþétt og Steingrímur lélega nestaður af sínu fólki til utanferðar.
Það er of mikið lagt upp úr því hvað aðrar þjóðir segja um Ísland og sjónum ekki beint í rétta átt, það tefur tímann. Það sem gerðist síðasta haust ræður of miklu um ákvarðanir sem teknar verða til framtíðar, með öðrum orðum sjóndeildarhringurinn er og þröngur. Húsbóndavaldið yfir landinu kemur erlendis frá og mun aldrei ganga upp okkur til heilla. Stórar fjárhagslegar ákvarðanir verða teknar á næstu þremur mánuðum sem mun leiða til algjörs glundroða. Leiðir munu skilja og við verðum á núllpunkti aftur. En með vorin mun Ísland byrja að rísa á ný í krafti nýrra viðskiptasambanda. Engar áhyggjur þetta reddast.
Fundað með stjórnarandstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 21:06
Þeir sem sjá tækifærin
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 14:02
Já, já, já gömlu þarna pufffff
Ný búið að lýsa yfir að það verði tekið á skuldum heimilanna. Félagsmálaráðherra sagði að áður en þingið kæmi saman á fimmtudag ætlaði hann að kynna áform um lækkun íbúðar og bílalána landsmanna.
Nú er ég að velta því fyrir mér hvað verður um þessar hugmyndir ef stjórnin fellur, Ögmundur stokkinn frá borði og það hallar orðið ískyggilega skrokkurinn. Getur þetta fólk ekki klárað vinnuna sína, þau eru á fínum launum við að leysa þetta og engin vorkunn að sinna sinni vinnu líkt og ég og þú. Raggeitur
Ögmundur segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2009 | 18:31
Fín uppskera
Góður sunnudagur í lok september. Við mæðgur ásamt frænkum okkar fórum á Hornbrekku í heimsókn til mömmu, þar sátum við helgistund hjá séra Sigríði Mundu og söngfuglum Ólafsfjarðarkirkju. Á eftir var kaffi og bakkelsi og spjallað saman við vistmenn og gesti. Mamma nokkuð hress að vanda og alltaf ljúft að eiga mömmu sína ennþá til að knúsast með.
Eftir Hornbrekkustundina var farið heim og skipt um föt og arkað í kartöflugarðinn, flott uppskera, kartöflur, rófur og kál. Best að sjálfsögðu að hafa ræktað þetta sjálf.
Ólafsfjörður er fallegur í dag, napur þó en hér hefur ekki fest snjó í byggð.
Þetta er fýlulausa helgin þannig að ég hef ekkert verið að velta mér upp úr skuldastöðu eða þjóðmálum svo heitið getið. Held ég hafi næstu viku í þeim dúr.
Síðan er hann Davíð minn orðinn ritstjóri svo hvað getur það orðið betra.
Góðan sunnudagseftirmiðdag kæru vinir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar