Færsluflokkur: Dægurmál

Séð úr eldhúsglugganum

Því hefur oft verið haldið fram að konur séu veikar fyrir byggingaverkamönnum, ég er einmitt svo heppin að hér út um eldhúsgluggann minn hef ég fyrir augunum nokkra föngulega karlmenn sem eru að reisa hús.Tounge  Verst að þeir eru hálf kulsæknir held ég og eru ekkert að fækka fötunum þótt sumarblíðan leiki hér við bæjarbúa sem aldrei fyrr. En það get ég sagt að ég hef hlerað að nokkrir af þeim hafi verið í kroppaþjálfun hjá henni Lísu og svei mér ef það hefur ekki borið árangur úlalalala

Það er alltaf gaman að hafa góða nágranna, um árabil var hér vélsmiðja á móti og þótti mér oft gaman að kíkja þar inn og spjalla smá við kallana mína þar. Veit ekki hvort ég var farin að tefja þá frá vinnu því einn daginn fluttu þeir starfsemina í annað húsnæði og eftir sat ég hálf vængbrotin. Nú er komin slökkvistöð í vélsmiðjuna mína fyrrum og kemur fyrir að ég sé galvaska slökkviliðsmenn með hjálm og alles þeysast út með slökkvibílana. Þó má segja að til lánsins er lítið að gera hjá þeim í að slökkva eld, en það er samt svo að slökkviliðsmennirnir okkar eru afskaplega uppfinningasamir. Þeir hafa undanfarin ár sérhæft sig í vatnsrennibrautum og náð þar mikilli tækni við að skemmta börnum bæjarins og okkur fullorðnu líka. Heyrst hefur á hornum og kaffistofum að þeir ætli að efna til landsmóts Vatnsrennibrautastuttbolakeppni kvenna.... sel það ekki dýrara en ég keypti það en veit að margur bíður spenntur eftir hvort úr verði.

Þannig að nú hef ég vegavinnukarla, slökkviliðsmenn, byggingaverkamenn, netagerðarmenn, fiskvinnslumenn og radíómeistara sem nágranna, er hægt að biðja um eitthvað meira.Grin

 

 


Og enn er blíða

Fór á morgungöngu, brá auðvitað ekki út af vananum og fór á Kleifarnar en þær eru jörðin sem "Guð bjó fyrst til" eins og allir sannir Kleifamenn vita. Lá í grasinu og hlustaði á ána mína, fuglasöngin og jarmið í litlu lömbunum. Kolur minn slappaði ekki eins vel af, hafði fundið bolta ræfil og vildi ólmur fá mig í leik.  Kom við í Árgerði og opnaði gluggana til að lofta vel út, húsið býður og er fullt tilhlökkunar að vinir þess komi og dvelji þar í Kleifarómaninum í sumar. Ég líka það er svo notalegt þegar einhver er í Árgerði. Ætlaði að hafa kjallarahurðina opna, fann hlerann en gat hvergi fundið netið til að hafa fyrir opinu, svo það verður að bíða betri tíma ekki vil ég fá þrestina til að gera sér hreiður í kjallaranum. Ætlaði líka að taka hlerana frá kjallaragluggunum en fann ekki verkfæri til þess, þannig að á morgun fer ég vopnuð verkfærum og með net til að geta lokið verki mínu.

Eldri dóttirn kom heim úr skólanum með þær fréttir að hún ætti að finna uppskrift af laxi, blessað barnið spurði mig ráða en ég vísaði henni að sjálfsögðu á húsbóndann sem lumar á uppskriftum af öllu og má ekki missa af einum einasta matarþætti í sjónvarpinu. Heyrist á tali þeirra inn úr eldhúsi að málinu sé reddað.

Í dag eru skólaslit tónskólans, ég ætla að baka eitthvað gott til að leggja á hlaðborðið, bakstur er mitt fag á heimilinu Wink og húsbóndinn fær ekki að koma nálægt því, enda kann hann ekkert að baka. 


Þetta hafðist.

Þá er ég komin hér hmmmm við systur ættum að geta kraflað okkur saman í gegnum frumskóg bloggsins ef við tökum okkur saman tvær, og það líka þetta ekkert smá gáfaðar.

Sólin skín og veðrið er dásamlegt, það er gaman að vera til í dag. Dæturnar ætluðu að gista úti í garði í tjaldi en komu inn um miðja nótt, alveg að frjósa sögðu þær.  Dálítið skondið því það var 10 stiga hiti í nótt og varla verður það mikið heitar á næturnar hér á landi. Pabbi þeirra alveg uppveðraður og er að telja þeim trú um að það þýði ekkert að fara með þær í útilegu í sumar ef þær þola ekki kaldari nætur en þetta, enda húsbóndinn með eindæmum harður af sér og hefur farið í útilegu í 10 feta snjó og hörkugaddi.

Kolur hafði þó vit á að vera ekkert að þvælast í tjaldinu, fékkst engan veginn til að leggjast til svefn þar og hljóp inn alveg rasandi að fólk væri að fara í útilegu í garðinum hjá sér. Hann er svo góður vanur síðan í fyrra sumar að hann fór í reisu í fellihýsinu með afa og ömmu og sló um sig á Hólmavík.

En hvað ætli sumarið verði svona það sem eftir er, eða er þetta stutt gaman skemmtilegt?

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband