Færsluflokkur: Dægurmál

Vantrú

Mér finnst þetta furðulegur húmor og hvað ætli myndi heyrast í félagsskapnum Vantrú ef prestur í fullum skrúða mætti á þeirra samkomur.  Þau myndu missa sig er ég viss um, það má nefnilega ekki gera grín af sumu fólki og hvað þá fólki sem notar hvert tækifæri til að gera grín af öðrum.

Og af hverju að hanga í rassinum alltaf á einhverjum trúarhópum ef þú ert trúlaus, mér t.d. er svo nákvæmlega sama hverrar trúar fólk er og dettur ekki í hug að pirra mig hvað þá að eltast við þau hvenær sem tækifæri gefst.  Mætti halda að  Vantrúarmönnum þeim væri ekki svo sama og langaði að vera með.


mbl.is Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamla kompan

Í dag lá leið mín á gamlar slóðir, ég fór nefnilega upp á loft í "syðra frystihúsinu " og í kompuna þar sem drukkið var kaffi hér einu sinni.  Vá hvað ég mundi eftir þessari kompu og rósótta teppið enn á gólfinu og fantar á hillu upp á vegg. Það vantaði ekkert nema myndirnar á veggina og mér var tjáð að einhver  og það vill enginn kannast við það,  hefði tekið þær niður fyrir nokkrum dögum því þær hefðu verið þarna. Ég hef líka velt fyrir mér hvað varð að möppunni með öllum vísunum sem Sissi og Abba ortu. Veit einhver um hana? Þetta eru sögulegar heimildir sem gaman væri að lesa og segja svo ótal margt.

Veðrið er þvílíkt gott og ætli ég drífi mig ekki í sólbað.Whistling


Bensínhækkanir

Vá hvað ég var óheppin, var bensínlaus og nennti ekki að taka bensín og á meðan ég lá í letikasti þá hækkaði bensínið um 6 krónur. En ekki þíðir að gráta orðin hlut, kannski heppnari næst þegar ég fæ letikast þá lækkar bensíniðHalo það gæti alltaf gerst, eða er það ekki annars?

Hef heyrt á fólki að það ætli ekki í stórkeyrslur í sumar og heyrði í útvarpinu að þeim fer fjölgandi sem nota hjólin eða fara gangandi.  Það þarf líka ekki alltaf að fara í langferð til að njóta frísins, hér í grennd við Fjallabyggð eru margir áhugaverðir staðir og oft leitar fólk langt yfir skammt til að fara í útilegu eða sunnudagsrúnt. Kannski fólk muni í auknu mæli nota tækifærið og skoða heimabyggð sína og nágrenni í sumarfríinu, heimsækja vini og ættingja í næstu bæjum og taka daga til að ganga á fjöll og dali sem hefur alltaf átt að gera en einhvern veginn orðið að víkja fyrir öðru.  Smyrja sér nesti og borða úti í náttúrunni tína ber í sultur og saft og taka slátur í haust....

Þegar fólk byrjar að spara þá fer það fljótt að segja til sín í buddunni, við komum betra lagi á fjármálin og  höldum að  okkur höndum með ýmislegt sem við þurfum ekkert á að halda. En hinir fara að tapa, það dregst saman í þjónustu og verslun og allri  þjóðarveltunni, störfum fækkar og svo framvegis.  En þá eigum við pening og förum að kaupa meira  og allt í einu er allt komið á fullt aftur. En svona er lífið allt fer í hringi og það sem fer upp kemur alltaf niður aftur, og það sem fer niður fer ekki niður endalaust. 

En að öðru, veit einhver um alvöru bakarí á Íslandi?

 


Allt í plati

Stundum er allt í plati eða þannig, ætla samt ekki að segja að þessi skrif mín í dag séu plat. En ég er í platstuði, get verið óhugnalegur platari  stundum og það sem verra er ef ég gleymi að leiðrétta mig.  Kannski er þetta hluti af prakkaraskap og þegar ég hugsa mig um nánar þá er langt síðan ég hef platað af viti, hmmm er mér að fara aftur.

En í dag er ég með hugann líka við farfuglana mína, ég á frændsystkini á höfuðborgarsvæðinu sem finnst ægilega gaman að komast í sæluna hér fyrir norðan og nú er að líða að því að þau taki sig til flugs og komi hingað norður. Tounge Ég á líka tvo frændur á Akureyri, reyndar ægilegir villingar og ég ræð bara ekkert orðið við þá. Hvernig er þetta á ekki að hlýða þeim sem eldri eru og hvað þá móðursystur sinni?  Kannski ég geri drullumall í ofni og lokki þá á Kleifarnar, karlmenn sko hætta aldrei að hugsa um mat. Mér finnst frændur mínir alltaf vera 12 ára og eigi að hlýða frænku sinni, hvað með það þó þeir séu á þrítugs og fertugsaldri, þeir hafa alltaf sömu matarást á frænku sinni og hún gerir líka bestu pizzur í heimi.  Þegar kemur að mat þá eru karlmenn alltaf sömu litlu drengirnir.

Voða er ég frændrækin í dag það hlýtur að vera af því að það fer að líða að ættarmóti hjá Sæmundarættinni. Það er alltaf svo gaman hjá okkur og ég segi það satt að þetta er skemmtilegasta ætt á landinu.  Það er bara enginn leiðinlegur og enginn grobbinn og enginn snobbaður hehe kannski mis grobbnir ætti ég að segja. Ef einhver af ættingjum les þetta þá er ættarmótið 4-6 júlí og er haldið í Ólafsfirði. Að því sem ég hef komist að þá verður ættarmótið í bænum sjáfum með afnot að tjaldstæði og Tjarnarborg.  Ekki allir af yngri kynslóðinni sem búa hér  hressir með að komast ekki í Miðfjörðinn en svona er þetta núna.  Og sættum okkur bara við það, engin ástæða til að fara í fílu.

Bylgja  ef þú lest þetta þá segir þú þínum börnum frá þessu, annars ert þú alltaf í okkar augum í fjölskyldunni og þannig á það líka að vera.  Hvað með það þó fólk fái sér nýjan maka, það bætist þá bara við í hópinn. Grin alltaf hægt að taka við góðu fólki.

Kveðja í dag frá Bjargfrunni


Rassmara

Rassmara er vættur,  hún þrífst ekki í dimmum skógum eða köldum íshellum heldur liggur hún í leyni við mannabyggð. Rassmara sækir í konur nær eingöngu og svo til allar konur berjast við hana dag hvern. Rassmara er fyrirbrigði sem  sogar sig á bakhluta kvenna og heldur sér fast, hún þrífst á sætindum og óhollustu og gerir þá konu sem hún hefur sogið sig fasta á sem viljalaust verkfæri fyrir sig.   Eina ráðið til að losna við hana er að hlaupa hana af sér Wink en oft dugar það ekki lengi, því hún kemur alltaf aftur. 

Það er rassmara í grjótgarðinum fyrir norðan áhaldahúsið,  hún situr um mig Devil 


Fór á Siglufjörð

Í gær fór ég til Siglufjarðar  eða í vesturbæinn eins og við segjum eftir sameininguna hér í Fjallabyggð.  Fór á skipulags og umhverfisfund og það var ekkert smá gott með kaffinu sem beið okkar úr austurbænum þegar við komum, enda höfðum við austurbæingar hlaupið úr vinnu á kaffitíma til að ná á fundinn sem var kl.16.30, það er nefnilega þannig að Fjallabyggð er með lengstu aðalgötuna á landinu og tekur nærri klukkustund að keyra hana enda á milli.....Errm  Namm, namm en vissulega var bakkelsið ekki aðalmálið á fundinum eins og gefur að skilja og mikið rætt og spekúlerað, ákvarðanir teknar eða frestað og allt þar á milli.  Það er gaman að vera í sveitarsjónarmálum en guð almáttugur hvað maður getur verið óvinsæll stundumBlush vááá,  svo nú er ég komin með harðan skráp og veitir ekki af hehehe. En hef ég sagt ykkur frá rassmörunni minni?   Mér datt hún svona í hug þegar ég talaði um brynjuna á bakinu úffff ekkert smá sem maður hefur að bera.  En tölum um það seinna.

Kveðja að sinni  Ásta

 


Kvöldganga

Við Kolur fórum á kvöldgöngu og auðvitað út á Kleifar. Hitt þar vin minn sem var næstum því tilvonandi verslunarstjóri Dress MannHalo en það er hann að vísu  ekki lengur, hann er víst núna   næstum því björgunarstjóri í heita pottinum í sundlauginni. Þessi vinur minn hældi mér auðvitað fyrir bloggið mitt og varð að játa sig sigraðan, en hann hefur ekki bloggað sjálfur síðan hann gerði allt vitlaust í Noregi,  þarna um árið, þegar hann fór næstum því með umboð Íslands í síldarkvótadeilunni við Norðmenn. Hann hefur farið huldu höfði fyrir Norðmönnum síðan og sér njósnara í hverju horni, og þessi ísbjörn ekkert að vita hvað hann var sendur til að þefa uppi. 

 


Vegasalt og róla

Það er svo gaman að róla og ekki síður að vega, manstu Grin upp, upp alveg til skýanna og niður, niður ææ ekki gott að pompa á rassinn. Á rólu úti í garði og sest oft í hana og róla mér smá, finna fiðringinn í maganum og ég get enn stokkið úr rólunni, að vísu ekki eins hátt og áður en ég stekk samt. Aldrei gleyma að leika sér, vaða í pollum og hoppa á milli þúfna, fara í parís og tína skeljar og steina.

Ég get líka verið alvarleg, finnst gaman af pólitík og vinn mikið að sveitarstjórnarmálum, ekki alltaf  gaman en samt oftar gaman en hitt. Get alveg talað um ástandið í heiminum, stríð og dráp en kann líka að líta mér nær og huga að þeim sem næst mér standa. Get hrópað upp yfir mig af að sjá fallega skrúðgarða en  ekkert blóm finnst mér fegurra en fyrsti útsprungni fífillin sunnan undir vegg hjá mér á vorin.

Það má líka koma í kaffi hvenær sem er, en ef þú vilt tertu þá er eflaust betra að hringja á undan sér. Eldhúsið heima hjá hverjum um sig er besta kaffihúsið í bænum, hmmmm hvert ætti ég næst að fara í kaffi.Tounge


Sjómannadagur

Alltaf hefur þessi dagur verið mikill hátíðisdagur hér í mínum bæ og man ég eftir að lengi vel vissi ég ekki hvað var svona merkilegt við 17. júní því hann féll alveg í skuggann fyrir Sjómannadeginum.

Reyndar byrjaði hátíðin hér í Ólafsfirði á föstudaginn og hefur því staðið í 3 daga og líkur raunar ekki fyrr en í  nótt eða morgun hjá þeim sem mesta úthaldið hafa. Því finnst mér leitt að heyra að hátíðahöld á þessum merkis degi eru víða að leggjast af eða alveg dottin upp fyrir. En það er nú svo með Ólafsfirðinga, þegar aðrir leggja árar í bát þá tvíeflumst við og þess vegna tel ég víst að um komandi ár verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í Fjallabyggð og ekkert slegið af.

Af tilefni dagsins bakaði ég fjall af pönnukökum, náði mér í uppskriftabók með sjávarréttum sem 6.bekkur gaf út og tvö rituegg, gerði skyrtertu í desert fyrir kvöldið og er með lambalæri í ofninum Tounge mmmm sannkallaður hátíðisdagur.


Ja hérna

Í morgun var ég að hlusta á útvarpið og heyrði lag sem mér þótti vera dálítið furðulegt, en fann síðan að mér fannst það bara pínu krúttlegt eða eitthvað þegar á leið. Þarna kom annað slagið inn strákur með barnarödd og söng "Óhræsis strákur", eða það held ég alla vega. Satt að segja hafði ég ekki glóru hvað ég átti að halda um þetta lag, horfði í spurn í augun á dauðum ufsa og hann "ég segi það satt" ranghvolfdi í sér augunum og rak út úr sér tunguna. Ekki þýddi að bera þetta undir Pólverjana sá að þeir kipptu sér ekkert upp við þetta og ef þeir þá á annað borð voru að hlusta þá skildu þeir ekki textann. Litli strákurinn hennar Kamillu, sem reyndar er víst orðin sjálfráða, hlustar alltaf á Fm eitthvað þannig að við eigum ekki samleið með að deila með okkur skoðunum á dagskrá Rásar tvö. Það skal tekið fram að eftir miklar vangaveltur mínar hvað þetta væri þarna á ferðinni, tilkynnti útvarpsmaðurinn að hlustendur hefðu hlýtt á lag með hljómsveitinni Sigur Rós.

Þegar ég var búin að ná mér eftir Sigur Rósina þá var komið að því að Rás tvö tilkynnti hvaða lag bæri sigur úr bítum um sjómannalagið í ár.... úlalalal eins og það væri nú ekki vitað, Roðlaust og beinlaust fluttu lag Magga Hildar i þessari keppni og hann Ingi Reykdal átti textann.  Ég fékk alveg fiðring í magann ég var svo spennt og var alveg búin að æfa nokkra ufsa í að taka siguröskrið með mér,, einn, tveir og þrír LoL    WHAT.....Devil  einhver nobodi átti lag í flutningi einhvers Ragga Bjarna eða eitthvað. Mér var allri lokið og dró niður í viðtækinu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband