22.6.2008 | 23:55
Nætursjónauki
það er ekki annað hægt en að segja að systursonur minn elskulegur hugsi ekki um móðursystur sína.( Þori ekki að nefna hann á nafn hér inni, það er allt of viðkvæmt fyrir hann.) Í dag renndi hann í bæinn á nýju götuskellinöðrunni sinni og það sem drengurinn tók sig vel út, þetta er bara eins og riddari götunnar eina sem vantar er hliðarvagn fyrir unnustuna, en það á víst bara eftir að leysa hann út úr tollinum. Þannig að ef þið mætið turtildúfum á götuskellinnöðru með hliðarvagn á þjóðveginum í sumar þá er það þau.
En hvað um það, drengurinn fékk að heyra allt um nætursjónauka leit móðursystur þannig að þegar hann kom heim sendi hann mér slóð á þetta þarfatæki sem er nauðsynlegt á hvert heimili hér á hjara veraldar, ekki síst á þessum ísbjarnalandtökutímum.
Læt slóðina fylgja hér
Svaka tæki
Um bloggið
Bjargfrúin
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.