Langaði að heyra og sjá

Ég átti ekki kost á að mæta  á þessa tónleika og fá að njóta þess og heyra og sjá það sem þar var flutt og þá flytjendur er þar  komu fram.  Það gleður mann að sjá að fólk leggur sig fram að koma sínum baráttumálum á framfæri og leggja í það mikla vinnu og peninga. Það ber að virða þetta fólk fyrir framtak sitt,  þakka þeim fyrir störf þeirra og elju til að gera þessa tónleika að veruleika.

En hverju skilar boðskapurinn með tónleikunum, örugglega miklu því ég t.d. keyrði ekki suður til Reykjavíkur til að fara á þessa tónleika, bensínverð er orðið himinhátt og síðan vildi ég ekki spúa baneitruðum úrgangi bifreiðarinnar út í andrúmsloftið. 

En ég er að velta fyrir mér af hverju fólk sem virkilega er á móti atvinnuuppbyggingu með t.d. álveri við Bakka, fólk sem er ríkt af hugmyndum og dugnaði sem nær út fyrir land og sjó, af hverju þetta fólk leggur sig ekki betur fram við að bjarga byggðum á hjara veraldar eins og Raufarhöfn, Þórshöfn, Húsavík og nágrenni.  Hugsið ykkur hvað það myndi gerast ef þetta duglega  fólk legðist á eitt að flytja sína atvinnustarfsemi og hugmyndir á þessa staði, flytja sig þangað og hafa búsetu þar og sín fyrirtæki, borga útsvarið sitt þangað.  Halda tónleika, námskeið og allt sem þeim dettur í hug til að varna því að ekki verði virkjað  til raforkufreks iðnaðar .  Þarna mætti gera stóra hluti og þakkarverða fyrir land sitt  og þjóð ef virkilegur og raunverulegur  áhugi er fyrir hendi.

 

 


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Glæsilegt!!!!!

egvania, 29.6.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjargfrúin

Höfundur

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir
Frúin á Bjargi hefur skoðanir á öllu :)
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...1290_826126
  • ...dscn1290
  • Mynd032
  • Mynd031
  • IMG 4297

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband